Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag | Titilvörnin byrjar á stórleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. október 2021 07:00 Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja titilvörn sína í dag. Colin Young-Wolff/Riot Games Inc. via Getty Images Keppni í undanriðlum á heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll lauk á laugardaginn og nú er komið að alvöru lífsins þegar að stærstu og sterkustu lið heims mæta á sviðið, en riðlakeppnin hefst seinna í dag. LNG og DetonatioN FocusMe tryggðu sér sigur í undanriðlunum og þar af leiðandi fengu þau sæti í riðlakeppninni. Sex lið fóru í umspil um tvö laus sæti í riðlakeppninni, og eftir virkilega jafnar og spennandi viðureignir í undanúrslitunum tryggðu Cloud9 og Hanwha Life sér lausu sætin tvö með yfirburðar sigrum í úrslitunum. Alls verða spilaðir átta leikir í dag, en öll 16 liðin sem unnu sér inn sæti í riðlakeppninni leika einn leik. Opnunarleikur riðlakeppninnar er ekki af verri endanum. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja leik gegn kínverska stórliðinu FunPlus Phoenix, FPX, í dauðariðlinum. Annar leikur dagsins er viðureign Royal Never Give Up og PSG Talon, en þessi lið mættust í undanúrslitum MSI sem haldið var hér á Íslandi í vor. Þar fór Royal Never Give Up með 3-1 sigur og endaði svo á að vinna mótið. Liðsmenn PSG Talon vilja líklega hefna fyrir það tap. Hanwha Life mætir svo evrópska liðinu Fnatic í leik númer þrjú, áður en Gen.G og LNG eigast við í fjórðu viðureign dagsins. Gamla stórveldið T1 mætir DetonatioN FocusMe í fimmta leik dagsins, en það bíða eflaust margir í eftirvæntingu eftir þeirri viðureign. T1, sem var áður þekkt sem SKT eða SK Telecom, missti af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, en liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrisvar, oftar en nokkuð annað lið í sögunni. Á eftir þeirri viðureign er komið að kínversku meisturunum í EDward gaming, en þeir mæta bandaríska liðinu 100 Thieves. Seinustu tvær viðureignir dagsins bjóða svo upp á baráttu á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Næst síðasti leikur dagsins er viðuregin Team Liquid og MAD Lions, áður en Rogue og Cloud9 loka deginum. The #Worlds2021 Groups! pic.twitter.com/9Q1gMf9JB9— LoL Esports (@lolesports) October 9, 2021 Heimsmeistaramótið í League of Legends er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, en fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 11:00. Leikir dagsins 11:00: DWG KIA - FPX (A-riðill) 12:00: Royal Never Give Up - PSG Talon (C-riðill) 13:00: Hanwha Life Esports - Fnatic (Criðill) 14:00: LNG Esports - Gen.G (D-riðill) 15:00: DetonatioN FocusMe - T1 (B-riðill) 16:00: EDward Gaming - 100 Thieves (B-riðill) 17:00: Team Liquid - MAD Lions (D-riðill) 18:00: Rogue - Clod9 (A-riðill) Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti
LNG og DetonatioN FocusMe tryggðu sér sigur í undanriðlunum og þar af leiðandi fengu þau sæti í riðlakeppninni. Sex lið fóru í umspil um tvö laus sæti í riðlakeppninni, og eftir virkilega jafnar og spennandi viðureignir í undanúrslitunum tryggðu Cloud9 og Hanwha Life sér lausu sætin tvö með yfirburðar sigrum í úrslitunum. Alls verða spilaðir átta leikir í dag, en öll 16 liðin sem unnu sér inn sæti í riðlakeppninni leika einn leik. Opnunarleikur riðlakeppninnar er ekki af verri endanum. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja leik gegn kínverska stórliðinu FunPlus Phoenix, FPX, í dauðariðlinum. Annar leikur dagsins er viðureign Royal Never Give Up og PSG Talon, en þessi lið mættust í undanúrslitum MSI sem haldið var hér á Íslandi í vor. Þar fór Royal Never Give Up með 3-1 sigur og endaði svo á að vinna mótið. Liðsmenn PSG Talon vilja líklega hefna fyrir það tap. Hanwha Life mætir svo evrópska liðinu Fnatic í leik númer þrjú, áður en Gen.G og LNG eigast við í fjórðu viðureign dagsins. Gamla stórveldið T1 mætir DetonatioN FocusMe í fimmta leik dagsins, en það bíða eflaust margir í eftirvæntingu eftir þeirri viðureign. T1, sem var áður þekkt sem SKT eða SK Telecom, missti af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, en liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrisvar, oftar en nokkuð annað lið í sögunni. Á eftir þeirri viðureign er komið að kínversku meisturunum í EDward gaming, en þeir mæta bandaríska liðinu 100 Thieves. Seinustu tvær viðureignir dagsins bjóða svo upp á baráttu á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Næst síðasti leikur dagsins er viðuregin Team Liquid og MAD Lions, áður en Rogue og Cloud9 loka deginum. The #Worlds2021 Groups! pic.twitter.com/9Q1gMf9JB9— LoL Esports (@lolesports) October 9, 2021 Heimsmeistaramótið í League of Legends er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, en fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 11:00. Leikir dagsins 11:00: DWG KIA - FPX (A-riðill) 12:00: Royal Never Give Up - PSG Talon (C-riðill) 13:00: Hanwha Life Esports - Fnatic (Criðill) 14:00: LNG Esports - Gen.G (D-riðill) 15:00: DetonatioN FocusMe - T1 (B-riðill) 16:00: EDward Gaming - 100 Thieves (B-riðill) 17:00: Team Liquid - MAD Lions (D-riðill) 18:00: Rogue - Clod9 (A-riðill)
11:00: DWG KIA - FPX (A-riðill) 12:00: Royal Never Give Up - PSG Talon (C-riðill) 13:00: Hanwha Life Esports - Fnatic (Criðill) 14:00: LNG Esports - Gen.G (D-riðill) 15:00: DetonatioN FocusMe - T1 (B-riðill) 16:00: EDward Gaming - 100 Thieves (B-riðill) 17:00: Team Liquid - MAD Lions (D-riðill) 18:00: Rogue - Clod9 (A-riðill)
Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti