Truflandi að heyra öskur fluglínugesta á meðan ættingjar syrgja ástvini Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2021 21:30 Sara Oskarsson telur fluglínuna of nálægt duftgarðinum í Fossvogi. vísir Kona sem fer reglulega að duftgarðinum í Fossvogi segir truflandi að heyra í öskrandi gestum fluglínunnar í Perlunni á meðan ættingjar syrgja ástvini sína. Hún telur staðsetningu línunnar óheppilega. Sara Oskarsson kemur reglulega við í duftgarðinum í Fossvogi til þess að eiga kyrrðarstund hjá leiði móður sinnar. Hún segir öskur og mikinn hávaða liggja frá fluglínunni sem sé óþægilegt á stundum sem þessum. Truflandi á svo persónulegum stað „Þetta er truflandi. Þetta er griðastaður fyrir syrgjendur. Fyrir ættingja og náttúrulega hvíldarstaður fyrir þann ástvin sem maður hefur misst,“ sagði Sara Oskarsson, listamaður. Hún segir fluglínu skemmtilegt framtak en að það eigi ekki saman við griðarstað syrgjenda. „Maður upplifir ákveðna óvirðingu við staðinn að, þetta sé í þessari nánd.“ Kirkjugarðar séu persónulegir og viðkvæmir staðir. Sara lýsir því þegar fjölskyldan pantaði á dögunum nýjan legstein fyrir leiði móðurinnar. „Og ég fann fyrir smá kvíða yfir tilhugsuninni um að það væri kannski steggjun eða gæsun í gangi í Zipline á meðan við vorum að reyna að eiga mjög persónulega stund.“ Í myndbandinu sést fjarlægðin á milli duftgarðsins og fluglínunnar. Þeir sem fréttamaður ræddi við segja að hljóðbært sé á svæðinu, sérstaklega í logni. Magnús Lyngdal vakti fyrstur athygli á málinu í þessari færslu á Facebook og fagnar Sara samtali og umræðu um málið. Hún tekur fram að óhjákvæmilega séu umhverfishljóð á svæðinu. Leiksvæði fyrir börn sé skammt frá kirkjugarðinum og stöðug umferðarhljóð. „Einhvern vegin er það allt annar hlutur miðað við þetta. Þetta er svolítið viðlíka því að setja tívolí hér við hliðina á. Það bara passar ekki.“ Hún vonast til þess að gerðar verði ráðstafanir svo að fluglínan verði ekki til frambúðar á svæðinu. „Ég er mjög bjartsýn á að þessu verði sýndur fullur skilningur á þessu hjá borginni og þeim aðilum sem koma að rekstri Zipline.“ Í lögum um kirkjugarða kemur fram í 3. mgr. 6. gr. að ekki megi reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Sara Oskarsson kemur reglulega við í duftgarðinum í Fossvogi til þess að eiga kyrrðarstund hjá leiði móður sinnar. Hún segir öskur og mikinn hávaða liggja frá fluglínunni sem sé óþægilegt á stundum sem þessum. Truflandi á svo persónulegum stað „Þetta er truflandi. Þetta er griðastaður fyrir syrgjendur. Fyrir ættingja og náttúrulega hvíldarstaður fyrir þann ástvin sem maður hefur misst,“ sagði Sara Oskarsson, listamaður. Hún segir fluglínu skemmtilegt framtak en að það eigi ekki saman við griðarstað syrgjenda. „Maður upplifir ákveðna óvirðingu við staðinn að, þetta sé í þessari nánd.“ Kirkjugarðar séu persónulegir og viðkvæmir staðir. Sara lýsir því þegar fjölskyldan pantaði á dögunum nýjan legstein fyrir leiði móðurinnar. „Og ég fann fyrir smá kvíða yfir tilhugsuninni um að það væri kannski steggjun eða gæsun í gangi í Zipline á meðan við vorum að reyna að eiga mjög persónulega stund.“ Í myndbandinu sést fjarlægðin á milli duftgarðsins og fluglínunnar. Þeir sem fréttamaður ræddi við segja að hljóðbært sé á svæðinu, sérstaklega í logni. Magnús Lyngdal vakti fyrstur athygli á málinu í þessari færslu á Facebook og fagnar Sara samtali og umræðu um málið. Hún tekur fram að óhjákvæmilega séu umhverfishljóð á svæðinu. Leiksvæði fyrir börn sé skammt frá kirkjugarðinum og stöðug umferðarhljóð. „Einhvern vegin er það allt annar hlutur miðað við þetta. Þetta er svolítið viðlíka því að setja tívolí hér við hliðina á. Það bara passar ekki.“ Hún vonast til þess að gerðar verði ráðstafanir svo að fluglínan verði ekki til frambúðar á svæðinu. „Ég er mjög bjartsýn á að þessu verði sýndur fullur skilningur á þessu hjá borginni og þeim aðilum sem koma að rekstri Zipline.“ Í lögum um kirkjugarða kemur fram í 3. mgr. 6. gr. að ekki megi reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira