Minna eftir í veski landsmanna út af stöðunni í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2021 18:31 Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fullyrðir að minna verði eftir í veski landsmanna um hver mánaðamót vegna stöðunnar í Reykjavík. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í húsnæðisskort sem valdi hærra íbúðaverði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir málfutning borgarstjóra um 3000 byggingarlóðir villandi. Alltof fáar íbúðir séu reistar á hverju ári í borginni sem komi niður á ráðstöfunartekjum heimilanna. Borgarstjóri lýsti því yfir í síðustu viku að 3.000 lóðir væru lausar til uppbyggingar í Reykjavík. Ummælin komu Samtök iðnaðarins spánskt fyrir sjónir. Framkvæmdastjórinn segir vissulega 3.000 íbúðir á deiliskipulagi. „Einu lóðirnar sem eru lausar ef maður fer á vef Reykjavíkurborgar eru í Gufunesi. Annað er ekki í boði. Þannig að þetta er villandi málflutningur,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður segir það mikið áhyggjuefni hve fáar íbúðir hafa verið skipulagðar næstu árin. „Vegna þess að á hverju einasta ári, næstu árin, þá þarf 3.500 nýjar íbúðir inn á markaðinn á landsvísu, að mati húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Reykjavíkurborg ætlar sér að skila eitt þúsund nýjum íbúðum inn á markaðinn á hverju ári. Það er allt of lítið.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Vísir/Egill Þessi þróun hafi áhrif á alla landsmenn. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0.75 prósent á stuttu tíma, með vísan skipulagsmál í Reykjavík og stöðuna á húsnæðismarkaðinum í borginni. „Við finnum það öll um hver einustu mánaðamót að það er minna eftir í veskinu út af stöðunni í Reykjavík.“ Staðan komi einnig til með að hafa áhrif á kjaramál. „Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa talað um það síðustu daga og vikur að húsnæðismál munu skipta miklu máli í komandi kjarasamningum eftir ár. Þannig að það er mikið í húfi að það verði tekið á þessu máli af festu þannig að ekki fari illa.“ Ekki standi á bönkunum. „Ég hef það staðfest frá þremur af fjórum stóru bönkunum að þeir hafa mikinn áhuga og vilja til að lána til uppbyggingar af þessum toga. Svo það er ekkert til í þessum málflutningi borgarstjóra.“ Reykjavík Fasteignamarkaður Skipulag Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Borgarstjóri lýsti því yfir í síðustu viku að 3.000 lóðir væru lausar til uppbyggingar í Reykjavík. Ummælin komu Samtök iðnaðarins spánskt fyrir sjónir. Framkvæmdastjórinn segir vissulega 3.000 íbúðir á deiliskipulagi. „Einu lóðirnar sem eru lausar ef maður fer á vef Reykjavíkurborgar eru í Gufunesi. Annað er ekki í boði. Þannig að þetta er villandi málflutningur,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður segir það mikið áhyggjuefni hve fáar íbúðir hafa verið skipulagðar næstu árin. „Vegna þess að á hverju einasta ári, næstu árin, þá þarf 3.500 nýjar íbúðir inn á markaðinn á landsvísu, að mati húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Reykjavíkurborg ætlar sér að skila eitt þúsund nýjum íbúðum inn á markaðinn á hverju ári. Það er allt of lítið.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Vísir/Egill Þessi þróun hafi áhrif á alla landsmenn. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0.75 prósent á stuttu tíma, með vísan skipulagsmál í Reykjavík og stöðuna á húsnæðismarkaðinum í borginni. „Við finnum það öll um hver einustu mánaðamót að það er minna eftir í veskinu út af stöðunni í Reykjavík.“ Staðan komi einnig til með að hafa áhrif á kjaramál. „Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa talað um það síðustu daga og vikur að húsnæðismál munu skipta miklu máli í komandi kjarasamningum eftir ár. Þannig að það er mikið í húfi að það verði tekið á þessu máli af festu þannig að ekki fari illa.“ Ekki standi á bönkunum. „Ég hef það staðfest frá þremur af fjórum stóru bönkunum að þeir hafa mikinn áhuga og vilja til að lána til uppbyggingar af þessum toga. Svo það er ekkert til í þessum málflutningi borgarstjóra.“
Reykjavík Fasteignamarkaður Skipulag Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira