Myndband: Model Y og ID.6 árekstrarprófaðir í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. október 2021 07:02 Model Y og ID.6 skella saman. Áhugaverð árekstrarprófun tveggja nýrra rafbíla, Tesla Model Y og Volkswagen ID.6. Bílarnir voru á 64 km/klst. hvor, hálf miðjusettir gegn hvor öðrum. Nálgunarhraði er því 128 km/klst. Báðir bílar standa sig vel eins og sjá má á myndbandinu frá Car Crash Test. Niðurstaðan er að farþegarými beggja bíla er nokkuð heillegt eftir áreksturinn. Árekstrarprófunardúkkurnar skullu harkalega í loftpúðana og talsvert álag varð á öryggisbeltin, sem er eðlilegt fyrir svona mikið högg. Enginn eldur kviknaði. Bílstjórahurðin á á Model Y stóð á sér eftir áreksturinn á meðan allar hurðarnar á ID.6 opnuðust. Heilt á litið varð skaðinn sambærilegur á milli bílanna. Það er ómögulegt að greina að annar bíllinn hafi staðið sig betur en hinn. Hér að neðan má sjá bílana tekna í sundur eftir árekstursprófið. Vistvænir bílar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent
Niðurstaðan er að farþegarými beggja bíla er nokkuð heillegt eftir áreksturinn. Árekstrarprófunardúkkurnar skullu harkalega í loftpúðana og talsvert álag varð á öryggisbeltin, sem er eðlilegt fyrir svona mikið högg. Enginn eldur kviknaði. Bílstjórahurðin á á Model Y stóð á sér eftir áreksturinn á meðan allar hurðarnar á ID.6 opnuðust. Heilt á litið varð skaðinn sambærilegur á milli bílanna. Það er ómögulegt að greina að annar bíllinn hafi staðið sig betur en hinn. Hér að neðan má sjá bílana tekna í sundur eftir árekstursprófið.
Vistvænir bílar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent