Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóru spurninguna vera þá hvort spítalinn geti ráðið við mögulega aukningu í innlögnum ef slakað verður frekar á og alvarlega veikum fjölgi. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. Í minnisblaðinu, sem lesa má í heild hér að neðan, eru eru tíndar til aðgerðir til að styrkja heilbrigðiskerfið svo það sé í stakk búið til að takast á við faraldurinn. Sem dæmi um aðgerðir er nefnd styrking heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu, fjölgun legurýma, styrking sjúkraflutninga og samningur Sjúkratrygginga við hjúkrunarheimilið EIR um að létta undir Landspítalanum. Forsætisráðherra segir að þegar takmarkanir voru settar á í sumar var þeim ávallt ætlað að vera tímabundnar. Þórólfur vill læra af sumrinu „Við erum að sjá það að bólusetningin er að veita góða vörn. Við lítum svo á að takmarkanir eiga að vera tímabundið ástand,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sóttvarnalæknir fagnar þessu minnisblaði en hann mun ræða við heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Hann minnir þó á að þegar aflétt var hér á landi í sumar lék veiran lausum hala innan þjóðar sem státaði af sjötíu prósent bólusetningarhlutfalli. Læra þurfi af þeirri reynslu. Að neðan má sjá innslag um stemmninguna í miðbæ Reykjavíkur í sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Ráðherrarnir benda á að þrátt fyrir að aðgerðir séu ekki mjög stífar innanlands hafi það ekki leitt til veldisvaxtar í fjölgun smitaðra. Með því að styrkja heilbrigðiskerfið enn frekar á næstu vikum ætti að vera hægt að skoða næstu skref sem varða afléttingar. Þórólfur vill þó fara varlega og að næstu ákvarðanir verði teknar að vel athuguðu máli. Hvað ræður Landspítalinn við? „Við erum náttúrulega með einhverjar takmarkanir í gangi og ég held að þar muni mestu um lokun á börum og skemmtistöðum, að þar sé ekki opið fram á nótt. Ég held að það skipti gríðarlegu máli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Tilfelli á hverjum degi séu enn 20-60 og af þeim leggist tvö prósent inn á spítala. „Getum við slakað á og búist við aukningu? Og getur spítalinn ráðið við það? Það er stóra spurningin.“ Forsætisráðuneytið M i n n i s b l a ð Viðtakandi: Ríkisstjórn Íslands Sendandi: Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra Dagsetning: 12.10.2021 Málsnúmer: FOR20100056 Bréfalykill: 2.6 Efni: Framkvæmd temprunarleiðar – horfurnar framundan Frá 1. ágúst hafa 3.953 greinst innanlands með veiruna og 144 greinst í skimun vegna komu til landsins. Á þeim tíma hafa legið inni mest 25 einstaklingar samtímis og mest 9 á gjörgæslu. Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst og voru tveir þeirra erlendir ferðamenn en einn Íslendingur. Mánudaginn 11. október lágu fimm einstaklingar á sjúkrahúsi og enginn var á gjörgæslu. Alls hafa 11.674 lokið einangrun frá upphafi faraldursins á Íslandi en 33 hafa látist (0,28%). Frá 1. ágúst hefur um 0,06% þeirra sem greinst hafa vegna COVID-19 innanlands látist. Stefna ríkisstjórnarinnar frá upphafi faraldursins hefur verið að vernda líf og heilsu landsmanna en lágmarka efnahagsleg og samfélagsleg áhrif faraldursins. Í því ljósi hefur ríkisstjórnin reglulega lagt mat á þá nálgun sem best nær því markmiði. Í því samhengi er mikilvægt að stöðugt sé lagt gagnrýnið mat á: a) hvað er áunnið með þeim takmörkunum sem eru viðhafðar í þágu sóttvarna og hvers virði er sá ábati, b) hverju er til kostað vegna þeirra takmarkana sem eru viðhafðar og hversu mikils virði er sú fórn. Á fundi ríkisstjórnarinnar 26. ágúst sl. var ákveðið að rétt væri að viðhafa áfram hóflegar takmarkanir í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis í því skyni að tempra útbreiðslu veirunnar. Í ákvörðun ríkisstjórnarinnar fólst að leið temprunar ætti ekki að standa lengur en í takmarkaðan tíma nema alvarlegar breytingar yrðu á eðli faraldursins. Í því minnisblaði kom fram að stefnt væri að sífellt minni takmörkunum og að drög yrðu lögð að slíkum áætlunum á næstunni. Nú þegar ljóst er að dreifing smita mun halda áfram þrátt fyrir bólusetningu, en þó með mun vægari afleiðingum heldur en í óbólusettu samfélagi, hefur mat á áhættu breyst. Verndun almennra lífsgæða landsmanna, til lengri tíma, þar á meðal eðlilegs skóla- og frístundastarfs, menningarlegrar og efnahagslegrar virkni, vegur því þyngra en áður. Reynslan af afléttingu sóttvarnaaðgerða 26. júní sl. og mikil fjölgun greindra smita í kjölfarið, leiddi í ljós að hjarðónæmi, í þeim skilningi að dreifing veirunnar stöðvist algjörlega og fjari út, á grundvelli bólusetningar yrði líklega ekki náð. Bólusett fólk mun smitast af kórónaveirunni, það mun smita aðra og munu smitin valda veikindum hjá einhverjum hluta smitaðra, og alvarlegum veikindum hjá sumum. Sú vörn sem felst í bólusetningunni hefur hins vegar dregið stórlega úr alvarlegum afleiðingum fyrir þá einstaklinga sem smitast, og eru einkenni lítil sem engin hjá stórum hluta þeirra. Þá hefur opnun skólastarfs í haust og sú staðreynd að samneyti milli fólks hefur stóraukist ekki leitt til þess að faraldurinn hafi farið í veldisvöxt. Reynsla af síðustu vikum og mánuðum, þar sem litlar raunverulegar sóttvarnir hafa verið viðhafðar innanlands, gefur tilefni til að ætla að hættan á óviðráðanlegum faraldri COVID-19 hafi minnkað. Íslensk stjórnvöld líta þar að auki til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum. Hafa stjórnvöld þar rökstutt ákvörðun sína með þeim rökum að ólíklegt sé að faraldur kórónaveiru í vel bólusettu samfélagi yrði alvarleg ógn við samfélagið í heild. Þá hafa öll hin Norðurlöndin mun vægari aðgerðir á landamærum gagnvart bólusettum farþegum. Í Færeyjum eru þó til staðar tilmæli um að farþegar fari af eigin frumkvæði í skimun innan tveggja daga frá komu til landsins. Aukinn viðnámsþróttur í heilbrigðiskerfinu Gripið hefur verið til aðgerða til þess að efla viðnámsþrótt í heilbrigðiskerfinu og mun afrakstur þeirrar vinnu koma til framkvæmda á næstu vikum. Það mun leiða til þess að innviðir í heilbrigðiskerfinu eru betur búnir undir að eiga við afleiðingar þess ef fjölgun smita verður í kjölfar afléttingar takmarkana, og einnig ef álag á heilbrigðiskerfið vegna árlegrar inflúensu og umgangspesta verður meira en í venjulegu árferði. Sem dæmi um þær aðgerðir er styrking heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu, tímabundin fjölgun legurýma á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum á suðvesturhorni landsins, undirbúningur varanlegrar fjölgunar legurýma á LSH og styrking sjúkraflutninga til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum þegar það á við, í stað flutnings á bráðamóttöku. Því til viðbótar má nefna að Sjúkratryggingar eru að ganga frá samningi við hjúkrunarheimilið EIR sem mun létta undir Landspítala með því að annast Covid-smitaða aldraða sem ekki þarfnast sjúkrahúsþjónustu en geta ekki uppfyllt einangrunarkröfur á sínu heimili, hvort sem er hjúkrunarheimili eða eigið heimili. Til viðbótar við þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að efla getu LSH til þess að bregðast við útbreiddum veikindum, má gera ráð fyrir að breytt eðli COVID-19 faraldursins geti leitt til þess að endurskoða megi þá þjónustu og eftirlit sem einkennalitlir og einkennalausir einstaklingar fá. Niðurlag Heilbrigðisráðherra hyggst á næstu dögum ræða við sóttvarnalækni um næstu skref í sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í minnisblaðinu, sem lesa má í heild hér að neðan, eru eru tíndar til aðgerðir til að styrkja heilbrigðiskerfið svo það sé í stakk búið til að takast á við faraldurinn. Sem dæmi um aðgerðir er nefnd styrking heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu, fjölgun legurýma, styrking sjúkraflutninga og samningur Sjúkratrygginga við hjúkrunarheimilið EIR um að létta undir Landspítalanum. Forsætisráðherra segir að þegar takmarkanir voru settar á í sumar var þeim ávallt ætlað að vera tímabundnar. Þórólfur vill læra af sumrinu „Við erum að sjá það að bólusetningin er að veita góða vörn. Við lítum svo á að takmarkanir eiga að vera tímabundið ástand,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sóttvarnalæknir fagnar þessu minnisblaði en hann mun ræða við heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Hann minnir þó á að þegar aflétt var hér á landi í sumar lék veiran lausum hala innan þjóðar sem státaði af sjötíu prósent bólusetningarhlutfalli. Læra þurfi af þeirri reynslu. Að neðan má sjá innslag um stemmninguna í miðbæ Reykjavíkur í sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Ráðherrarnir benda á að þrátt fyrir að aðgerðir séu ekki mjög stífar innanlands hafi það ekki leitt til veldisvaxtar í fjölgun smitaðra. Með því að styrkja heilbrigðiskerfið enn frekar á næstu vikum ætti að vera hægt að skoða næstu skref sem varða afléttingar. Þórólfur vill þó fara varlega og að næstu ákvarðanir verði teknar að vel athuguðu máli. Hvað ræður Landspítalinn við? „Við erum náttúrulega með einhverjar takmarkanir í gangi og ég held að þar muni mestu um lokun á börum og skemmtistöðum, að þar sé ekki opið fram á nótt. Ég held að það skipti gríðarlegu máli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Tilfelli á hverjum degi séu enn 20-60 og af þeim leggist tvö prósent inn á spítala. „Getum við slakað á og búist við aukningu? Og getur spítalinn ráðið við það? Það er stóra spurningin.“ Forsætisráðuneytið M i n n i s b l a ð Viðtakandi: Ríkisstjórn Íslands Sendandi: Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra Dagsetning: 12.10.2021 Málsnúmer: FOR20100056 Bréfalykill: 2.6 Efni: Framkvæmd temprunarleiðar – horfurnar framundan Frá 1. ágúst hafa 3.953 greinst innanlands með veiruna og 144 greinst í skimun vegna komu til landsins. Á þeim tíma hafa legið inni mest 25 einstaklingar samtímis og mest 9 á gjörgæslu. Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst og voru tveir þeirra erlendir ferðamenn en einn Íslendingur. Mánudaginn 11. október lágu fimm einstaklingar á sjúkrahúsi og enginn var á gjörgæslu. Alls hafa 11.674 lokið einangrun frá upphafi faraldursins á Íslandi en 33 hafa látist (0,28%). Frá 1. ágúst hefur um 0,06% þeirra sem greinst hafa vegna COVID-19 innanlands látist. Stefna ríkisstjórnarinnar frá upphafi faraldursins hefur verið að vernda líf og heilsu landsmanna en lágmarka efnahagsleg og samfélagsleg áhrif faraldursins. Í því ljósi hefur ríkisstjórnin reglulega lagt mat á þá nálgun sem best nær því markmiði. Í því samhengi er mikilvægt að stöðugt sé lagt gagnrýnið mat á: a) hvað er áunnið með þeim takmörkunum sem eru viðhafðar í þágu sóttvarna og hvers virði er sá ábati, b) hverju er til kostað vegna þeirra takmarkana sem eru viðhafðar og hversu mikils virði er sú fórn. Á fundi ríkisstjórnarinnar 26. ágúst sl. var ákveðið að rétt væri að viðhafa áfram hóflegar takmarkanir í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis í því skyni að tempra útbreiðslu veirunnar. Í ákvörðun ríkisstjórnarinnar fólst að leið temprunar ætti ekki að standa lengur en í takmarkaðan tíma nema alvarlegar breytingar yrðu á eðli faraldursins. Í því minnisblaði kom fram að stefnt væri að sífellt minni takmörkunum og að drög yrðu lögð að slíkum áætlunum á næstunni. Nú þegar ljóst er að dreifing smita mun halda áfram þrátt fyrir bólusetningu, en þó með mun vægari afleiðingum heldur en í óbólusettu samfélagi, hefur mat á áhættu breyst. Verndun almennra lífsgæða landsmanna, til lengri tíma, þar á meðal eðlilegs skóla- og frístundastarfs, menningarlegrar og efnahagslegrar virkni, vegur því þyngra en áður. Reynslan af afléttingu sóttvarnaaðgerða 26. júní sl. og mikil fjölgun greindra smita í kjölfarið, leiddi í ljós að hjarðónæmi, í þeim skilningi að dreifing veirunnar stöðvist algjörlega og fjari út, á grundvelli bólusetningar yrði líklega ekki náð. Bólusett fólk mun smitast af kórónaveirunni, það mun smita aðra og munu smitin valda veikindum hjá einhverjum hluta smitaðra, og alvarlegum veikindum hjá sumum. Sú vörn sem felst í bólusetningunni hefur hins vegar dregið stórlega úr alvarlegum afleiðingum fyrir þá einstaklinga sem smitast, og eru einkenni lítil sem engin hjá stórum hluta þeirra. Þá hefur opnun skólastarfs í haust og sú staðreynd að samneyti milli fólks hefur stóraukist ekki leitt til þess að faraldurinn hafi farið í veldisvöxt. Reynsla af síðustu vikum og mánuðum, þar sem litlar raunverulegar sóttvarnir hafa verið viðhafðar innanlands, gefur tilefni til að ætla að hættan á óviðráðanlegum faraldri COVID-19 hafi minnkað. Íslensk stjórnvöld líta þar að auki til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum. Hafa stjórnvöld þar rökstutt ákvörðun sína með þeim rökum að ólíklegt sé að faraldur kórónaveiru í vel bólusettu samfélagi yrði alvarleg ógn við samfélagið í heild. Þá hafa öll hin Norðurlöndin mun vægari aðgerðir á landamærum gagnvart bólusettum farþegum. Í Færeyjum eru þó til staðar tilmæli um að farþegar fari af eigin frumkvæði í skimun innan tveggja daga frá komu til landsins. Aukinn viðnámsþróttur í heilbrigðiskerfinu Gripið hefur verið til aðgerða til þess að efla viðnámsþrótt í heilbrigðiskerfinu og mun afrakstur þeirrar vinnu koma til framkvæmda á næstu vikum. Það mun leiða til þess að innviðir í heilbrigðiskerfinu eru betur búnir undir að eiga við afleiðingar þess ef fjölgun smita verður í kjölfar afléttingar takmarkana, og einnig ef álag á heilbrigðiskerfið vegna árlegrar inflúensu og umgangspesta verður meira en í venjulegu árferði. Sem dæmi um þær aðgerðir er styrking heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu, tímabundin fjölgun legurýma á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum á suðvesturhorni landsins, undirbúningur varanlegrar fjölgunar legurýma á LSH og styrking sjúkraflutninga til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum þegar það á við, í stað flutnings á bráðamóttöku. Því til viðbótar má nefna að Sjúkratryggingar eru að ganga frá samningi við hjúkrunarheimilið EIR sem mun létta undir Landspítala með því að annast Covid-smitaða aldraða sem ekki þarfnast sjúkrahúsþjónustu en geta ekki uppfyllt einangrunarkröfur á sínu heimili, hvort sem er hjúkrunarheimili eða eigið heimili. Til viðbótar við þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að efla getu LSH til þess að bregðast við útbreiddum veikindum, má gera ráð fyrir að breytt eðli COVID-19 faraldursins geti leitt til þess að endurskoða megi þá þjónustu og eftirlit sem einkennalitlir og einkennalausir einstaklingar fá. Niðurlag Heilbrigðisráðherra hyggst á næstu dögum ræða við sóttvarnalækni um næstu skref í sóttvarnaráðstöfunum innanlands.
Forsætisráðuneytið M i n n i s b l a ð Viðtakandi: Ríkisstjórn Íslands Sendandi: Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra Dagsetning: 12.10.2021 Málsnúmer: FOR20100056 Bréfalykill: 2.6 Efni: Framkvæmd temprunarleiðar – horfurnar framundan Frá 1. ágúst hafa 3.953 greinst innanlands með veiruna og 144 greinst í skimun vegna komu til landsins. Á þeim tíma hafa legið inni mest 25 einstaklingar samtímis og mest 9 á gjörgæslu. Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst og voru tveir þeirra erlendir ferðamenn en einn Íslendingur. Mánudaginn 11. október lágu fimm einstaklingar á sjúkrahúsi og enginn var á gjörgæslu. Alls hafa 11.674 lokið einangrun frá upphafi faraldursins á Íslandi en 33 hafa látist (0,28%). Frá 1. ágúst hefur um 0,06% þeirra sem greinst hafa vegna COVID-19 innanlands látist. Stefna ríkisstjórnarinnar frá upphafi faraldursins hefur verið að vernda líf og heilsu landsmanna en lágmarka efnahagsleg og samfélagsleg áhrif faraldursins. Í því ljósi hefur ríkisstjórnin reglulega lagt mat á þá nálgun sem best nær því markmiði. Í því samhengi er mikilvægt að stöðugt sé lagt gagnrýnið mat á: a) hvað er áunnið með þeim takmörkunum sem eru viðhafðar í þágu sóttvarna og hvers virði er sá ábati, b) hverju er til kostað vegna þeirra takmarkana sem eru viðhafðar og hversu mikils virði er sú fórn. Á fundi ríkisstjórnarinnar 26. ágúst sl. var ákveðið að rétt væri að viðhafa áfram hóflegar takmarkanir í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis í því skyni að tempra útbreiðslu veirunnar. Í ákvörðun ríkisstjórnarinnar fólst að leið temprunar ætti ekki að standa lengur en í takmarkaðan tíma nema alvarlegar breytingar yrðu á eðli faraldursins. Í því minnisblaði kom fram að stefnt væri að sífellt minni takmörkunum og að drög yrðu lögð að slíkum áætlunum á næstunni. Nú þegar ljóst er að dreifing smita mun halda áfram þrátt fyrir bólusetningu, en þó með mun vægari afleiðingum heldur en í óbólusettu samfélagi, hefur mat á áhættu breyst. Verndun almennra lífsgæða landsmanna, til lengri tíma, þar á meðal eðlilegs skóla- og frístundastarfs, menningarlegrar og efnahagslegrar virkni, vegur því þyngra en áður. Reynslan af afléttingu sóttvarnaaðgerða 26. júní sl. og mikil fjölgun greindra smita í kjölfarið, leiddi í ljós að hjarðónæmi, í þeim skilningi að dreifing veirunnar stöðvist algjörlega og fjari út, á grundvelli bólusetningar yrði líklega ekki náð. Bólusett fólk mun smitast af kórónaveirunni, það mun smita aðra og munu smitin valda veikindum hjá einhverjum hluta smitaðra, og alvarlegum veikindum hjá sumum. Sú vörn sem felst í bólusetningunni hefur hins vegar dregið stórlega úr alvarlegum afleiðingum fyrir þá einstaklinga sem smitast, og eru einkenni lítil sem engin hjá stórum hluta þeirra. Þá hefur opnun skólastarfs í haust og sú staðreynd að samneyti milli fólks hefur stóraukist ekki leitt til þess að faraldurinn hafi farið í veldisvöxt. Reynsla af síðustu vikum og mánuðum, þar sem litlar raunverulegar sóttvarnir hafa verið viðhafðar innanlands, gefur tilefni til að ætla að hættan á óviðráðanlegum faraldri COVID-19 hafi minnkað. Íslensk stjórnvöld líta þar að auki til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum. Hafa stjórnvöld þar rökstutt ákvörðun sína með þeim rökum að ólíklegt sé að faraldur kórónaveiru í vel bólusettu samfélagi yrði alvarleg ógn við samfélagið í heild. Þá hafa öll hin Norðurlöndin mun vægari aðgerðir á landamærum gagnvart bólusettum farþegum. Í Færeyjum eru þó til staðar tilmæli um að farþegar fari af eigin frumkvæði í skimun innan tveggja daga frá komu til landsins. Aukinn viðnámsþróttur í heilbrigðiskerfinu Gripið hefur verið til aðgerða til þess að efla viðnámsþrótt í heilbrigðiskerfinu og mun afrakstur þeirrar vinnu koma til framkvæmda á næstu vikum. Það mun leiða til þess að innviðir í heilbrigðiskerfinu eru betur búnir undir að eiga við afleiðingar þess ef fjölgun smita verður í kjölfar afléttingar takmarkana, og einnig ef álag á heilbrigðiskerfið vegna árlegrar inflúensu og umgangspesta verður meira en í venjulegu árferði. Sem dæmi um þær aðgerðir er styrking heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu, tímabundin fjölgun legurýma á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum á suðvesturhorni landsins, undirbúningur varanlegrar fjölgunar legurýma á LSH og styrking sjúkraflutninga til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum þegar það á við, í stað flutnings á bráðamóttöku. Því til viðbótar má nefna að Sjúkratryggingar eru að ganga frá samningi við hjúkrunarheimilið EIR sem mun létta undir Landspítala með því að annast Covid-smitaða aldraða sem ekki þarfnast sjúkrahúsþjónustu en geta ekki uppfyllt einangrunarkröfur á sínu heimili, hvort sem er hjúkrunarheimili eða eigið heimili. Til viðbótar við þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að efla getu LSH til þess að bregðast við útbreiddum veikindum, má gera ráð fyrir að breytt eðli COVID-19 faraldursins geti leitt til þess að endurskoða megi þá þjónustu og eftirlit sem einkennalitlir og einkennalausir einstaklingar fá. Niðurlag Heilbrigðisráðherra hyggst á næstu dögum ræða við sóttvarnalækni um næstu skref í sóttvarnaráðstöfunum innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira