Óttast um öryggi barna í varðhaldi í Líbíu Heimsljós 14. október 2021 14:01 UNICEF UNICEF segir að 751 kona og 255 börn, þar á meðal fimm fylgdarlaus börn og 30 nýburar, séu meðal þeirra sem færð voru í varðhald í borginni. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að öryggi og velferð þúsund kvenna og barna sem búa nú í varðhaldsstöð fyrir flóttafólk og hælisleitendur í Trípólí, höfuðborg Líbíu, sé í hættu. UNICEF segir að 751 kona og 255 börn, þar á meðal fimm fylgdarlaus börn og 30 nýburar, séu meðal þeirra sem færð voru í varðhald í borginni í nýlegum fjöldahandtökum stjórnvalda. „Börn í leit að vernd sæta alvarlegum mannréttindabrotum í Líbíu, þar á meðal þessu handahófskennda varðhaldi,“ segir Cristina Brugiolo, fulltrúi UNICEF í Líbíu. „Börnum er haldið í skaðlegum og ómannúðlegum aðstæðum í þessum stöðvum. Við getum gert ráð fyrir að heildarfjöldi barna í haldi sé mun hærri en uppgefið er, þar sem börn eru meðal annars vistuð í klefa með fullorðnum mönnum.“ Þessar varðhaldsstöðvar eru yfirfullar og mun fleiri einstaklingar vistaðir þar en gert er ráð fyrir. Stærst þessara stöðva er „Al Mabandi“ þar sem 5 þúsund manns eru nú í haldi, eða fjórum sinnum fleiri en gert er ráð fyrir. Þar á meðal 100 börn og 300 konur. UNICEF og fleiri mannúðarsamtök skora á stjórnvöld í Líbíu að vernda börn og tryggja að þau sæti ekki aðskilnaði við foreldra, forráðamenn og fjölskyldur. UNICEF kallar einnig eftir því að öll börn verði þegar í stað látin laus úr varðhaldi í Líbíu. „UNICEF hefur boðið fram sérfræðiaðstoð sína í að hjálpa stjórnvöldum að finna önnur og mannúðlegri úrræði fyrir börnin,“ segir Brugiolo. Þúsundir flóttamanna og hælisleitenda hafa verið handteknir í Líbíu á síðustu dögum en margir hinna handteknu hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka eða stjórnarhátta víðs vegar um Afríku á umliðnum árum, að því er fram kemur í frétt frá UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Líbía Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að öryggi og velferð þúsund kvenna og barna sem búa nú í varðhaldsstöð fyrir flóttafólk og hælisleitendur í Trípólí, höfuðborg Líbíu, sé í hættu. UNICEF segir að 751 kona og 255 börn, þar á meðal fimm fylgdarlaus börn og 30 nýburar, séu meðal þeirra sem færð voru í varðhald í borginni í nýlegum fjöldahandtökum stjórnvalda. „Börn í leit að vernd sæta alvarlegum mannréttindabrotum í Líbíu, þar á meðal þessu handahófskennda varðhaldi,“ segir Cristina Brugiolo, fulltrúi UNICEF í Líbíu. „Börnum er haldið í skaðlegum og ómannúðlegum aðstæðum í þessum stöðvum. Við getum gert ráð fyrir að heildarfjöldi barna í haldi sé mun hærri en uppgefið er, þar sem börn eru meðal annars vistuð í klefa með fullorðnum mönnum.“ Þessar varðhaldsstöðvar eru yfirfullar og mun fleiri einstaklingar vistaðir þar en gert er ráð fyrir. Stærst þessara stöðva er „Al Mabandi“ þar sem 5 þúsund manns eru nú í haldi, eða fjórum sinnum fleiri en gert er ráð fyrir. Þar á meðal 100 börn og 300 konur. UNICEF og fleiri mannúðarsamtök skora á stjórnvöld í Líbíu að vernda börn og tryggja að þau sæti ekki aðskilnaði við foreldra, forráðamenn og fjölskyldur. UNICEF kallar einnig eftir því að öll börn verði þegar í stað látin laus úr varðhaldi í Líbíu. „UNICEF hefur boðið fram sérfræðiaðstoð sína í að hjálpa stjórnvöldum að finna önnur og mannúðlegri úrræði fyrir börnin,“ segir Brugiolo. Þúsundir flóttamanna og hælisleitenda hafa verið handteknir í Líbíu á síðustu dögum en margir hinna handteknu hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka eða stjórnarhátta víðs vegar um Afríku á umliðnum árum, að því er fram kemur í frétt frá UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Líbía Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent