Allar forsendur fyrir tilslökunum í næstu viku Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 15. október 2021 14:14 Þórólfur Guðnason hefur setið margan blaðamannafundinn undanfarin tvö ár. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allar forsendur til staðar til að halda áfram í tilslökunum hér á landi. Hann fundaði með stjórnendum Landspítalans í dag. „Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent