Allar forsendur fyrir tilslökunum í næstu viku Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 15. október 2021 14:14 Þórólfur Guðnason hefur setið margan blaðamannafundinn undanfarin tvö ár. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allar forsendur til staðar til að halda áfram í tilslökunum hér á landi. Hann fundaði með stjórnendum Landspítalans í dag. „Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
„Þetta var óformlegur fundur sem ég bað um til að fá að heyra í stjórnendum spítalans, hvernig þeim litist á framhaldið. Ráðuneytið er í formlegra sambandi við spítalann. Þá er nauðsynlegt fyrir mig að fá hugmyndir um hvernig staðan væri. Það fer að huga að því að ég þarf að koma með tillögur til ráðherra,“ segir Þórólfur. Hann segir best að fulltrúar Landspítalans svari spurningunni hvernig staðan á spítalanum sé. Staðan á spítalanum góð „Ég veit að þeir eru að útbúa minnisblað til ráðuneytisns um stöðuna, tölulegar upplýsingar og svo framvegis. Auðvitað eru menn ánægðir með stöðuna hvað Covid varðar, eins og hún er. Það eru þrír inniliggjandi núna og enginn á gjörgæslu. Það er mjög ánægjulegt þannig að við þurfum bara að horfa á það.“ Takmarkanir innanlands voru framlengdar um tvær vikur þann 5. október síðastliðinn og renna út 20. október. „Það verður að koma í ljós hvað ég legg til við ráðherra. Ég held að staðan sé bara nokkuð góð. Við erum með nokkuð stöðugan fjölda af daglegum tilfellum. Það voru reyndar óvenjulega margir í gær, um sextíu manns sem greindust. Vonandi fer það ekkert að skila sér í meiri veikindum inn á spítalanum,“ segir Þórólfur. „Stærsti hópurinn þarna eru börn og þau veikjast sem betur fer ekki alvarlega. Við þurfum að líta til þess og ég þarf að taka alla þessa þætti inn í mínar tillögur.“ Engin rök fyrir hörðum takmörkunum Stjórnendur spítalans hafi ekki lýst yfir neinum skoðunum á tilslökunum eða þannig. „Við höfum verið með þessar takmarkanir í gangi út af stöðunni á spítalanum. Við þurfum að vera með það í huga líka þegar við erum að hugsa um tilslakanir.“ Hann segir engin rök fyrir hörðum takmörkunum núna. „Nákvæmlega eins og ég hef sagt áður. Ég lagði til þessar takmarkanir út af stöðunni á spítalanum. Staðan á spítalnum er betri og þá eru allar forsendur til að halda áfram í tilslökunum.“ Endanleg ákvörðun sé þó hjá ráðherra. Heilbrigðis- og forsætisráðherra skiluðu sóttvarnalækni minnisblaði fyrr í vikunni þar sem lagt er til að slakað verði enn frekar á takmörkunum. „Ég þreytist ekki á að minna á hvað gerðist hjá okkur, þegar við fyrst Norðurlanda afnámum allt. Gerðum það mánaðamótin júní júlí. Menn gleyma því svolítið. Auðvitað þurfum við að hafa það í huga og læra af því.“ Þá hefur Þórólfur nefnt það að í aðgerðum innanlands muni mestu um að skemmtistaðir séu ekki opnir langt fram á nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21