Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekkert óvenjulegt við það að snjó hafi fest á Suður- og Vesturlandi í nótt. Snjórinn sé ekki fyrr á ferðinni en venjulega. Þá hafi snjó einnig fest á stöku stað á Vestfjörðum og „hér og þar“ um land allt.
Hér fyrir neðan má til að mynda sjá myndband frá Reykholti, þar sem snjó kyngdi niður í morgun.
Staðan... pic.twitter.com/3HbqRvEM9k
— Matthías Ásgeirsson (@orvitinn) October 17, 2021
Veðurfræðingur segir þó að snjórinn verði ekki langlífur þar sem hiti sé í kortunum. Seint í kvöld byrji að hlýna og rigning verði á landinu öllu á láglendi á morgun.
Um miðja viku byrji hins vegar að kólna aftur og hiti verði við frostmark en úrkoma verði lítil sem engin. Því séu engar líkur á að fólk komist á skíði á næstunni.