Ekki talin ástæða til rýminga á Seyðisfirði Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 17:29 Hér sést það svæði í hlíðinni sem er á hreyfingu. Ljósmyndin er tekin í desember 2020. Ríkislögreglustjóri/Veðurstofan Ekki er talin ástæða til að rýma hús á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Fulltrúar Veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings funduðu í dag vegna úrkomuspár á Austurlandi. Samkvæmt henni má búast við úrkomu á Austfjörðum næstu tvo sólarhringa og gefin hefur verið út úrkomu- og skriðuviðvörun á sunnanverðum Austfjörðum. Vindaspá gerir ráð fyrir suðaustan- og austanátt með 8 til 12 metrum á sekúndu. Þessi vindátt skapar úrkomuskugga á Seyðisfirði þar sem fjallgarðurinn skýlir svæði fyrir úrkomu. Vegna þessa er því ekki talin ástæða til rýmingar húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Hryggurinn milli skriðusársins og Búðarár er enn á hreyfingu þó hægt hafi á henni. Einn spegill sýnir að stykkið sem hann stendur á hafi hrokkið til um 15 til 20 millmetra í gærkvöldi en sú hreyfing hefur ekki náð til annarra spegla á svæðinu. Allar líkur á að efnið muni ekki valda tjóni á mannvirkjum Úrkoma næstu daga kann að verða til þess að einhver hluti hryggsins fari af stað. Sem fyrr er ekki gert ráð fyrir að hann fari allur í einu sökum þess hversu sprunginn hann er og gliðnaður. Útreikningar sýna að allar líkur eru á að varnargarðar og safnþró leiði efnið til sjávar og án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó hryggurinn fari allur í einu. Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar að sögn almannavarna og viðeigandi ráðstafanir gerðar þyki ástæða til. Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirrar er mælst hefur í hryggnum. Áfram verður aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði. Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags. 15. október 2021 16:42 Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13. október 2021 07:13 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Samkvæmt henni má búast við úrkomu á Austfjörðum næstu tvo sólarhringa og gefin hefur verið út úrkomu- og skriðuviðvörun á sunnanverðum Austfjörðum. Vindaspá gerir ráð fyrir suðaustan- og austanátt með 8 til 12 metrum á sekúndu. Þessi vindátt skapar úrkomuskugga á Seyðisfirði þar sem fjallgarðurinn skýlir svæði fyrir úrkomu. Vegna þessa er því ekki talin ástæða til rýmingar húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Hryggurinn milli skriðusársins og Búðarár er enn á hreyfingu þó hægt hafi á henni. Einn spegill sýnir að stykkið sem hann stendur á hafi hrokkið til um 15 til 20 millmetra í gærkvöldi en sú hreyfing hefur ekki náð til annarra spegla á svæðinu. Allar líkur á að efnið muni ekki valda tjóni á mannvirkjum Úrkoma næstu daga kann að verða til þess að einhver hluti hryggsins fari af stað. Sem fyrr er ekki gert ráð fyrir að hann fari allur í einu sökum þess hversu sprunginn hann er og gliðnaður. Útreikningar sýna að allar líkur eru á að varnargarðar og safnþró leiði efnið til sjávar og án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó hryggurinn fari allur í einu. Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar að sögn almannavarna og viðeigandi ráðstafanir gerðar þyki ástæða til. Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirrar er mælst hefur í hryggnum. Áfram verður aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði.
Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags. 15. október 2021 16:42 Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13. október 2021 07:13 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29
Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags. 15. október 2021 16:42
Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13. október 2021 07:13