Kólóratúr-sópransöngkonan fæddist í Bratislava í þáverandi Tékkóslóvakíu árið 1946.
Hún þreytti frumraun sína í Rakaranum frá Sevilla árið 1968 en hún sló svo í gegn tveimur árum síðar í Þjóðaróperunni í Vínarborg sem Næturdrottningin í uppsetningu af Töfraflautunni. Hún átti margoft eftir að fara með hlutverkið á ferli sínum.
Á um fimmtíu ára söngferli kom hún fram í mörgum af stærstu óperuhúsum heims og starfaði með tónlistarstjórum á borð við Wolfgang Sawallisch og Herbert von Karajan.
Slóvakíski næturgalinn, eins og hún var stundum kölluð, var þekkt fyrir að beita svokallaðri bel canto-tækni í söng sínum, en tæknin hefur sérstaklega verið bendluð við verk eftir tónskáld á borð við Rossini, Donizetti og Bellini.