Grófur dyraatsfaraldur skekur heilu hverfin Snorri Másson skrifar 19. október 2021 21:00 Flestir íslenskir unglingar eru á TikTok, þar sem þeir fá ýmsar hugmyndir að afþreyingu í önn dagsins. Á meðal þeirra er harkalegt dyraat, þar sem sparkað er hressilega í hurðir. Vísir/TikTok Íbúum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi er hætt að litast á blikuna vegna nýstárlegs dyraatsfaraldurs, sem gerir oft vart við sig seint á kvöldin. Þetta er sérstaklega gróft dyraat, sem virðist innblásið af TikTok. Myndband úr íslenskum framhaldsskóla, sem sjá má hér að neðan, er innlend birtingarmynd alþjóðlegrar tískubylgju á TikTok, þar sem kröftugt dyraat er bara enn eitt sporið í fjörugum dansi unga fólksins við lagið Die Young eftir Kesha. Eins sakleysislegt og þetta kann að virðast í fyrstu, hafa þessi myndbönd hrundið af stað bylgju kerfisbundinna og grófra hrekkja hjá unglingum í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Þeir fara, oft seint á kvöldin, og sparka í hurðir og glugga á heimilum fólks sem á sér einskis ills von. Fólk sem fréttastofa hefur rætt við vaknar oft með andfælum, eltir jafnvel óknyttaunglingana út á götu með misjöfnum árangri og er sumt farið að veigra sér við að hafa börnin ein heima vegna þessara ofsókna. Þessu er líkt við jarðskjálfta, þegar fimm í einu sparka og berja í hús og glugga. Fjölskyldufaðir í Vesturbæ segir á Facebook að hávaðinn líkist innbroti og húsmóðir á Seltjarnarnesi segir dóttur sína svo óttaslegna að hún þori ekki að vera ein heima vegna ofsóknanna. Í Facebook-hópunum er fólk að stilla saman strengi í von um að hafa uppi á óknyttaunglingunum og koma fyrir þá viti. TikTok er snar þáttur í lífi íslenskra ungmenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem misviturlegar tískubylgjur eiga upptök sín í heimi forritsins – og rata svo út í raunheima, fullorðnum til nokkurs ama: Samfélagsmiðlar Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10 Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Myndband úr íslenskum framhaldsskóla, sem sjá má hér að neðan, er innlend birtingarmynd alþjóðlegrar tískubylgju á TikTok, þar sem kröftugt dyraat er bara enn eitt sporið í fjörugum dansi unga fólksins við lagið Die Young eftir Kesha. Eins sakleysislegt og þetta kann að virðast í fyrstu, hafa þessi myndbönd hrundið af stað bylgju kerfisbundinna og grófra hrekkja hjá unglingum í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Þeir fara, oft seint á kvöldin, og sparka í hurðir og glugga á heimilum fólks sem á sér einskis ills von. Fólk sem fréttastofa hefur rætt við vaknar oft með andfælum, eltir jafnvel óknyttaunglingana út á götu með misjöfnum árangri og er sumt farið að veigra sér við að hafa börnin ein heima vegna þessara ofsókna. Þessu er líkt við jarðskjálfta, þegar fimm í einu sparka og berja í hús og glugga. Fjölskyldufaðir í Vesturbæ segir á Facebook að hávaðinn líkist innbroti og húsmóðir á Seltjarnarnesi segir dóttur sína svo óttaslegna að hún þori ekki að vera ein heima vegna ofsóknanna. Í Facebook-hópunum er fólk að stilla saman strengi í von um að hafa uppi á óknyttaunglingunum og koma fyrir þá viti. TikTok er snar þáttur í lífi íslenskra ungmenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem misviturlegar tískubylgjur eiga upptök sín í heimi forritsins – og rata svo út í raunheima, fullorðnum til nokkurs ama:
Samfélagsmiðlar Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10 Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10
Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20