Þetta hefur miðilinn Túristi eftir talsmanni flugfélagsins sem bætir við að vetraráætlun SAS geri aðeins ráð fyrir nokkrum ferðum frá Ósló til Íslands í kringum jól og áramót. Áætlunarflugi til Íslands frá Kaupmannahöfn verður þó haldið áfram.
Bólusettir ferðamenn frá Bretlandi og ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins mega nú koma til Noregs án þess að framvísa Covid-prófi.