Hrósaði söngfuglunum í stúkunni og sagði leikmenn sína þá heppnustu í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2021 21:46 Solskjær var sáttur með sína menn en segir þá verða að hætta að gefa mörk. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United var hátt uppi er hann mætti í viðtal eftir magnaðan endurkomu sigur Man United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. „Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
„Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira