Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2021 15:50 Frá æfingasvæði Þróttar í Laugardalnum í dag. Þetta hlið er opið en önnur lokuð. Vísir/Atli Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. „Borið hefur á einstakling sem heldur til í Laugardalnum, nánari staðsetning ekki staðfest, og hafi sá verið við áfengisdrykkju á íþróttasvæði félagsins, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna á leið að og frá íþróttasvæði félagsins. Af lýsingum að dæma er um sama einstakling að ræða og viðhafði samskonar hátterni fyrir um ári síðan eða í október 2020,“ segir í pósti frá Þóri Hákonarsyni, íþróttastjóra Þróttar, til foreldra og forráðamanna í dag. Hann segir að Þróttur hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld Reykjavíkurborgar og lögreglu. Í dagbókarfærslu lögreglu í morgun kom fram að maðurinn hefði verið handtekinn í gær. „Munum við að sjálfsögðu fylgja því fast eftir að öryggi barnanna verði tryggt á svæðinu og að þau þurfi ekki að verða fyrir því áreiti sem augljóslega hefur fylgt umræddum einstaklingi.“ Vegna þess verður öllum inngöngum inn á gervigrasið í Laugardal, hvar iðkendur Þróttar æfa fótbolta, lokað að undanskildum aðalinngangi sem er frá bílastæðinu fyrir framan félagsheimilið. Laugardalurinn er mikið útivistarsvæði þar sem fólk fer í göngutúra, hjólreiðatúra auk þess sem krakkar hlaupa til og frá íþróttaæfingum.Vísir/Vilhelm „Bið ég ykkur vinsamlegast um að koma því á framfæri við iðkendur að nýta þann inngang og ekki reyna að komast inn á völlinn annars staðar.“ Þórir segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi aðallega sést við aðra inngang en aðalinnganginn. „Það er mikilvægt að við verðum öll á varðbergi og ef vart verður við manninn að það sé tilkynnt annað hvort beint til lögreglu sé ástæða til eða til undirritaðs. Jafnframt að það sé ítrekað fyrir börnunum að koma sér í burtu frá manninum verði þau hans vör og láta vita hvar hann er á ferli.“ Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
„Borið hefur á einstakling sem heldur til í Laugardalnum, nánari staðsetning ekki staðfest, og hafi sá verið við áfengisdrykkju á íþróttasvæði félagsins, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna á leið að og frá íþróttasvæði félagsins. Af lýsingum að dæma er um sama einstakling að ræða og viðhafði samskonar hátterni fyrir um ári síðan eða í október 2020,“ segir í pósti frá Þóri Hákonarsyni, íþróttastjóra Þróttar, til foreldra og forráðamanna í dag. Hann segir að Þróttur hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld Reykjavíkurborgar og lögreglu. Í dagbókarfærslu lögreglu í morgun kom fram að maðurinn hefði verið handtekinn í gær. „Munum við að sjálfsögðu fylgja því fast eftir að öryggi barnanna verði tryggt á svæðinu og að þau þurfi ekki að verða fyrir því áreiti sem augljóslega hefur fylgt umræddum einstaklingi.“ Vegna þess verður öllum inngöngum inn á gervigrasið í Laugardal, hvar iðkendur Þróttar æfa fótbolta, lokað að undanskildum aðalinngangi sem er frá bílastæðinu fyrir framan félagsheimilið. Laugardalurinn er mikið útivistarsvæði þar sem fólk fer í göngutúra, hjólreiðatúra auk þess sem krakkar hlaupa til og frá íþróttaæfingum.Vísir/Vilhelm „Bið ég ykkur vinsamlegast um að koma því á framfæri við iðkendur að nýta þann inngang og ekki reyna að komast inn á völlinn annars staðar.“ Þórir segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi aðallega sést við aðra inngang en aðalinnganginn. „Það er mikilvægt að við verðum öll á varðbergi og ef vart verður við manninn að það sé tilkynnt annað hvort beint til lögreglu sé ástæða til eða til undirritaðs. Jafnframt að það sé ítrekað fyrir börnunum að koma sér í burtu frá manninum verði þau hans vör og láta vita hvar hann er á ferli.“
Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26