Sony birtir fyrstu stiklu Uncharted Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2021 17:34 Mark Wahlberg (Sully) og Tom Holland (Nathan Drake). Sony Sony birti í dag fyrstu stiklu kvikmyndarinnar Uncharted með þeim Tom Holland, Mark Wahlberg, Titu Gabrielle og Antonio Banderas í aðalhlutverkum. Myndin byggir á og ber sama nafn og hin gífurlega vinsæla tölvuleikjasería eftir Naughty Dog. Tom Holland stígur í spor ævintýramannsins kjarkmikla, Nathan Drake, og Wahlberg leikur læriföður hans Sully. Saman ferðast þeir um heiminn, leita að fjársjóðum, leysa gátur og kljást við vont fólk. Leikstjóri Uncharted er Ruben Fleischer, sem er hvað þekktastur fyrir að leikstýra Zombieland og Venom. Til stendur að frumsýna Uncharted þann 11. febrúar. Sony birti stikluna eftir að upptaka af hluta hennar var birt á netinu. Gerð Uncharted hefur tekið langan tíma en hún hófst fyrst árið 2008. Hún flakkaði milli leikstjóra í nokkur ár og þar að auki var skipt um aðalleikarar. Spjótin beindust lengi að Nathan Fillion en svo varð Wahlberg fyrir valinu. Hann endaði þó með að leika Sully og var ákveðið að gera uppruna Drake skil á hvíta tjaldinu. Framleiðslu og frumsýningu myndarinnar var svo frestað vegna heimsfaraldursins. Bíó og sjónvarp Leikjavísir Sony Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tom Holland stígur í spor ævintýramannsins kjarkmikla, Nathan Drake, og Wahlberg leikur læriföður hans Sully. Saman ferðast þeir um heiminn, leita að fjársjóðum, leysa gátur og kljást við vont fólk. Leikstjóri Uncharted er Ruben Fleischer, sem er hvað þekktastur fyrir að leikstýra Zombieland og Venom. Til stendur að frumsýna Uncharted þann 11. febrúar. Sony birti stikluna eftir að upptaka af hluta hennar var birt á netinu. Gerð Uncharted hefur tekið langan tíma en hún hófst fyrst árið 2008. Hún flakkaði milli leikstjóra í nokkur ár og þar að auki var skipt um aðalleikarar. Spjótin beindust lengi að Nathan Fillion en svo varð Wahlberg fyrir valinu. Hann endaði þó með að leika Sully og var ákveðið að gera uppruna Drake skil á hvíta tjaldinu. Framleiðslu og frumsýningu myndarinnar var svo frestað vegna heimsfaraldursins.
Bíó og sjónvarp Leikjavísir Sony Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein