Búvörumerki sett á íslenskar vörur frá bændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2021 13:30 Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum að kynna verkefnið fyrir sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að hörðum höndum innan Bændasamtakanna að koma upp nýju íslensku búvörumerki þar sem merkið verður eingöngu notað á íslenskar matvörur, matjurtir og á blóm. Það ætti því engin að velkjast í vafa um hvort viðkomandi sé að versla íslenska eða erlenda vöru með nýja merkinu. Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum. Landbúnaður Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum.
Landbúnaður Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira