Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum.
Tveir sem unnu náið með Dave Halls segja í samtali við fréttastofu CNN að kvartað hafi verið undan honum á setti myndanna árið 2019 bæði vegna hegðunar hans og vegna þess að hann færi ekki eftir viðeigandi reglum um öryggi. Þá var um að ræða öryggisreglur vegna vopna og flugelda á setti.
Annars vegar var um að ræða tökur á þáttunum Into the Dark en Halls vanrækti það þá að halda öryggisfundi með starfsfólki á tökustað og hunsaði ítrekað skyldu sína um að tilkynna því um það þegar skotvopn væri á staðnum.
Þegar Halls hélt síðan umrædda öryggisfundi voru þeir stuttir þar sem hann tilkynnti öllum að hefðbundin skotvopn, sem væru oft notuð við kvikmyndatökur yrðu notuð þann daginn. Hann á þá oft að hafa kvartað yfir því að þessa fundi þyrfti sífellt að halda.
Einnig var kvartað undan hegðun Halls á settinu en flest starfsfólkið á að hafa verið sammála um að snertingar hans á bak þeirra, mjaðmir og axlir væru óþægilegar og óviðeigandi.
Halls hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið.