Fjórir sjúklingar á Landspítala greinst með Covid-19 í dag Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 21:14 Deildin er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/vilhelm Fjórir sjúklingar á Landspítalanum hafa greinst með Covid-19 í dag. Allir þeirra eru inniliggjandi á hjarta-, lungna- og augnskurðdeildinni 12G. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en rakning og skimun stendur nú yfir meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig smitið barst inn á deildina en hún er nú lokuð fyrir innlögnum og heimsóknum. Mörg tilfelli Covid-19 hafa greinst í samfélaginu seinustu daga en um nýliðna helgi greindist 21 einstaklingur með tengsl við Landspítalann. Í kjölfarið var ráðist í rakningu og fólk sent í einangrun eða sóttkví eftir atvikum. Á Landspítalanum eru áfram í gildi reglur um grímuskyldu, fjarlægðartakmörk og persónulegar sóttvarnir. Aðstandendur sjúklinga eru beðnir um að koma ekki á spítalann sýni þeir einkenni Covid-19 og virða grímuskyldu. Telur blikur vera á lofti Fram kom í morgun að alls 214 hafi greinst innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að blikur væru á lofti í þróun faraldursins. Víðir Reynisson segir mikilvægt að fylgst sé náið með stöðunni.Vísir/Vilhelm „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en rakning og skimun stendur nú yfir meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig smitið barst inn á deildina en hún er nú lokuð fyrir innlögnum og heimsóknum. Mörg tilfelli Covid-19 hafa greinst í samfélaginu seinustu daga en um nýliðna helgi greindist 21 einstaklingur með tengsl við Landspítalann. Í kjölfarið var ráðist í rakningu og fólk sent í einangrun eða sóttkví eftir atvikum. Á Landspítalanum eru áfram í gildi reglur um grímuskyldu, fjarlægðartakmörk og persónulegar sóttvarnir. Aðstandendur sjúklinga eru beðnir um að koma ekki á spítalann sýni þeir einkenni Covid-19 og virða grímuskyldu. Telur blikur vera á lofti Fram kom í morgun að alls 214 hafi greinst innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að blikur væru á lofti í þróun faraldursins. Víðir Reynisson segir mikilvægt að fylgst sé náið með stöðunni.Vísir/Vilhelm „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17
214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22