Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 23:24 Hekla er með umboðið fyrir Audi á Íslandi. Já.is Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira