Á von á einhverri „sérstakri“ gjöf frá Tom Brady og svo miklu meiru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 13:30 Tom Brady hleypur brosandi til búningsklefa eftir sigur Tampa Bay Buccaneers liðsins á sunnudaginn. AP/Mark LoMoglio Tom Brady segir að áhorfandinn sem lét hann fá aftur boltann eftir sex hundraðasta snertimarkið muni fá eitthvað sérstakt í staðinn fyrir greiðann. Það vakti athygli á sunnudaginn þegar Tom Brady skrifaði NFL söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að senda sex hundruð snertimarkssendingar að viðtakandinn, útherjinn Mike Evans, lét áhorfenda hafa boltann. Evans baðst eftir leikinn afsökunar á að hafa gefið boltann frá sér en útherjinn skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Stuttu síðar mátti sjá starfsmann Tampa Bay Buccaneers biðja áhorfandann um boltann sem Brady vildi að sjálfsögðu eiga til minningar um þessa stóru stund. Í fyrstu átti áhorfandinn, sem lét boltann af hendi, að fá eitthvað lítils háttar en fljótlega fóru menn að benda á það á samfélagsmiðlum og annars staðar að þessi bolti hafi verið meira en fimm þúsund Bandaríkjadala virði sem er yfir 64 milljónir íslenskra króna. Áhorfandinn heitir Byron Kennedy og er frá Largo í Flórída. Brady sagði eftir leikinn að það hefði verið fallegt af Byron að gefa honum aftur boltann. Brady lofaði honum líka einhverri sérstakri gjöf. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Síðustu fréttir herma að áhorfandinn eigi að fá tvær áritar keppnistreyjur frá Brady, hjálm, aðra treyju áritaða af Evans og svo skó sem Evans hefur spilað í. Byron fær einnig ársmiða út þetta tímabil og fyrir næsta tímabil líka. Hann eigi líka að fá þúsund dollara inneign í verslun félagsins. Þetta er vissulega talsvert en engar 64 milljónir samt. Byron sjálfur er ekki að sækjast eftir milljónunum og segist bara hafa verið heppinn. NFL Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Það vakti athygli á sunnudaginn þegar Tom Brady skrifaði NFL söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að senda sex hundruð snertimarkssendingar að viðtakandinn, útherjinn Mike Evans, lét áhorfenda hafa boltann. Evans baðst eftir leikinn afsökunar á að hafa gefið boltann frá sér en útherjinn skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Stuttu síðar mátti sjá starfsmann Tampa Bay Buccaneers biðja áhorfandann um boltann sem Brady vildi að sjálfsögðu eiga til minningar um þessa stóru stund. Í fyrstu átti áhorfandinn, sem lét boltann af hendi, að fá eitthvað lítils háttar en fljótlega fóru menn að benda á það á samfélagsmiðlum og annars staðar að þessi bolti hafi verið meira en fimm þúsund Bandaríkjadala virði sem er yfir 64 milljónir íslenskra króna. Áhorfandinn heitir Byron Kennedy og er frá Largo í Flórída. Brady sagði eftir leikinn að það hefði verið fallegt af Byron að gefa honum aftur boltann. Brady lofaði honum líka einhverri sérstakri gjöf. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Síðustu fréttir herma að áhorfandinn eigi að fá tvær áritar keppnistreyjur frá Brady, hjálm, aðra treyju áritaða af Evans og svo skó sem Evans hefur spilað í. Byron fær einnig ársmiða út þetta tímabil og fyrir næsta tímabil líka. Hann eigi líka að fá þúsund dollara inneign í verslun félagsins. Þetta er vissulega talsvert en engar 64 milljónir samt. Byron sjálfur er ekki að sækjast eftir milljónunum og segist bara hafa verið heppinn.
NFL Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira