Hvítur Scheffer og franskur fjárhundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2021 07:06 Ingunn Birta og Meiko á hundasýningunni í Ölfusi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundarnir Frídó og Meiko eiga ekki annað sameiginlegt en að vera hundar því þeir eru mjög ólíkir. Annar er hvítur Scheffer og hinn er franskur fjárhundur með mikinn felld. Báðir vöktu þeir mikla athygli á hundasýningu, sem þeir tóku þátt í. Hundasýningin fór nýlega fram í reiðhöllinni á Sunnuhvoli í Ölfusi en þar var fjöldi hunda af ýmsum tegundum skráðir til leiks. Sýningin var deildarsýning Fjár- og hjarðhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands. Hundurinn Frídó tuttugu mánaða var að taka þátt í annarri sýningunni sinni en hann er franskur fjárhundur, sem eru miklir feldhundar eins og sést. Ásta Gísladóttir er eigandi og ræktandi Frídós. „Já, þeir eru mjög fallegir, feldurinn gerir rosalega mikið fyrir þá en maður þarf að greiða svolítið, það þarf að greiða, baða og blása en það er alveg þess virði, ofsalega skemmtilegir,“ segir Ásta. Það er mikill leikur í Frídó en hann er svo stór að hann er eins og kálfur þegar hann stekkur upp á fólk. Frídó með eigendum og ræktendum sínum en hann er franskur fjárhundur með mikinn loðfelld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvítur Scheffer vakti líka mikla athygli á hundasýningunni en það er mjög lítið um hvíta Scheffera á Íslandi. Hundurinn heitir Meiko og er átta ára gamall. Hjördís Ásgeirsdóttir er eini virki ræktandi tegundarinnar í augnablikinu á Íslandi. „Hann var sjöundi hundurinn innfluttur af þessari tegund þannig að hann er tiltölulega lítil tegund, það eru innan við 50 hundar á landinu en þetta er svolítið að stækka og það er að miklu leyti honum að þakka þar sem hann hefur átt mörg got,“ segir Ingunn Birta Ómarsdóttir sýnandi Meikos Þannig að þetta er hvítur Scheffer? „Tæknilega já, hann er tengdur þýska Scheffernum en telst núna, sem önnur tegund er alveg sér tegund, sem heitir White Swiss Shepherd en tegundin er oft kölluð hvítur Scheffer. Þetta er alveg æðisleg tegund, ofboðslega vinaleg og gælinn. Þeir eru líka ótrúlega skemmtilegir í hreyfingu, gaman að vera með þeim, þeir eru vinnuglaðir, finnst mjög gaman að vinna með fólki, eru húsbóndahollir og góðir,“ bætir Ingunn Birta við. Ölfus Hundar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Hundasýningin fór nýlega fram í reiðhöllinni á Sunnuhvoli í Ölfusi en þar var fjöldi hunda af ýmsum tegundum skráðir til leiks. Sýningin var deildarsýning Fjár- og hjarðhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands. Hundurinn Frídó tuttugu mánaða var að taka þátt í annarri sýningunni sinni en hann er franskur fjárhundur, sem eru miklir feldhundar eins og sést. Ásta Gísladóttir er eigandi og ræktandi Frídós. „Já, þeir eru mjög fallegir, feldurinn gerir rosalega mikið fyrir þá en maður þarf að greiða svolítið, það þarf að greiða, baða og blása en það er alveg þess virði, ofsalega skemmtilegir,“ segir Ásta. Það er mikill leikur í Frídó en hann er svo stór að hann er eins og kálfur þegar hann stekkur upp á fólk. Frídó með eigendum og ræktendum sínum en hann er franskur fjárhundur með mikinn loðfelld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvítur Scheffer vakti líka mikla athygli á hundasýningunni en það er mjög lítið um hvíta Scheffera á Íslandi. Hundurinn heitir Meiko og er átta ára gamall. Hjördís Ásgeirsdóttir er eini virki ræktandi tegundarinnar í augnablikinu á Íslandi. „Hann var sjöundi hundurinn innfluttur af þessari tegund þannig að hann er tiltölulega lítil tegund, það eru innan við 50 hundar á landinu en þetta er svolítið að stækka og það er að miklu leyti honum að þakka þar sem hann hefur átt mörg got,“ segir Ingunn Birta Ómarsdóttir sýnandi Meikos Þannig að þetta er hvítur Scheffer? „Tæknilega já, hann er tengdur þýska Scheffernum en telst núna, sem önnur tegund er alveg sér tegund, sem heitir White Swiss Shepherd en tegundin er oft kölluð hvítur Scheffer. Þetta er alveg æðisleg tegund, ofboðslega vinaleg og gælinn. Þeir eru líka ótrúlega skemmtilegir í hreyfingu, gaman að vera með þeim, þeir eru vinnuglaðir, finnst mjög gaman að vinna með fólki, eru húsbóndahollir og góðir,“ bætir Ingunn Birta við.
Ölfus Hundar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira