Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 13:10 Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækinga- og bráðaþjónustu á Landspítala, er svartsýnn á stöðu spítalans í bréfi sem birtist í dag. Vísir/Vilhelm „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ Þetta segir í svartsýnu bréfi Más Kristjánssonar, forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítala, sem birtist á vef Landspítalans í dag. Már skrifar bréfið fyrir hönd farsóttaranefndar spítalans og segir ástandið á spítalanum mjög svart. Kemur fram að sex hundruð starfsmenn spítalans séu óbólusettir. „Langvarandi álag og erfiðleikar í starfsemi Landspítala eru öllum kunnir og kom faraldur Covid-19 sem olía á þann eld. Nú eru nær allar stéttir að upplifa langvarandi þreytu vegna faraldursins,“ skrifar Már í bréfinu. Fjöldinn á Covid-göngudeildinni slagi í um 800 og að meðaltali leggist einn sjúklingur inn á spítalann á dag vegna Covid-19. Þá greinist þrír til níu sjúklingar eða starfsmenn, að sögn Más, daglega óvænt með Covid-19 og ráðast þurfi í mikla rakninga- og sóttkvíarvinnu vegna þess. „Sem dæmi var 21 óvænt greining sjúklinga/starfsmanna eða útsetning frá heimsóknargestum um helgina sem setti marga í sóttkví eða einangrun!“ Enn meira en 600 starfsmenn Landspítala óbólusettir Hann segir mikilvægt að muna að ef loka þurfi þjónustu á Landspítala eigi sjúklingar ekki í önnur hús að vernda til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa. Þá hafi þátttaka starfsmanna í bólusetningum hafa verið nokkuð góð en enn séu meira en 600 starfsmenn Landspítala óbólusettir. „Þátttaka í bólusetningum starfsmanna hefur verið nokkuð góð - um 90% eru fullbólusettir og þátttaka í endurbólusetningum var um 60%. Ennþá eru yfir 600 starfsmenn óbólusettir, af ýmsum ástæðum. Sjúklingar eru almennt vel bólusettir, sérstaklega eldri hóparnir,“ skrifar Már. „Hins vegar vitum við að eldri og ónæmisbældir sjúklingar svara bóluefnum misvel, því sjáum við allnokkuð af smitum í þessum hópi, margir í þeim orðið mjög veikir og nokkrir látist nú í haust. Við erum því neydd til að grípa til umfangsmeiri aðgerða á Landspítala en þörf er á úti í samfélaginu.“ Enn í hringiðunni Már segir Landspítala enn í hringiðunni og nauðsynlegt sé að vanda sig vel í vinnu eins og áður. Grímunotkun starfsmanna hafi til að mynda margsannað gildi sitt inni á Landspítala. Meira en átta hundruð starfsmenn spítalans smitast af veirunni eða verið útsettir en enginn þeirra smitað sjúkling þegar grímur voru notaðar. „Engin smit hafa orðið frá starfsmönnum til sjúklinga þegar grímur hafa verið notaðar og ekki heldur milli starfsmanna ef reglum hefur verið fylgt (grímunotkun og fjarlægðarmörk). Hins vegar hafa orðið nokkur smit il starfsmanna bæði frá samstarfsfólki og eins frá sjúklingum þegar reglum um bólusetningar, grímunotkun og fjarlægðarmörk hefur ekki verið fylgt,“ skrifar Már. Hann bendir á að stórir faraldrar geisi nú í skólum á öllum stigum og smit í eldri hópum sem tengjast Landspítala hafi aukist. Þá fari tíðni smita hratt vaxandi auk þess sem hópsmit sé nú komið upp á hjartaskurðdeild með þeim afleiðingum að smitsjúkdómadeild var breytt í farsóttareiningu. Viðbragðsstig spítalans sé jafnframt í endurskoðun. „Við erum því ennþá í hringiðunni og verðum að vanda okkur vel í vinnu, nú sem fyrr.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Þrettán nú inniliggjandi vegna Covid-19 Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi. 27. október 2021 10:21 84 greindust smitaðir af veirunni í gær Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 27. október 2021 10:14 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Þetta segir í svartsýnu bréfi Más Kristjánssonar, forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítala, sem birtist á vef Landspítalans í dag. Már skrifar bréfið fyrir hönd farsóttaranefndar spítalans og segir ástandið á spítalanum mjög svart. Kemur fram að sex hundruð starfsmenn spítalans séu óbólusettir. „Langvarandi álag og erfiðleikar í starfsemi Landspítala eru öllum kunnir og kom faraldur Covid-19 sem olía á þann eld. Nú eru nær allar stéttir að upplifa langvarandi þreytu vegna faraldursins,“ skrifar Már í bréfinu. Fjöldinn á Covid-göngudeildinni slagi í um 800 og að meðaltali leggist einn sjúklingur inn á spítalann á dag vegna Covid-19. Þá greinist þrír til níu sjúklingar eða starfsmenn, að sögn Más, daglega óvænt með Covid-19 og ráðast þurfi í mikla rakninga- og sóttkvíarvinnu vegna þess. „Sem dæmi var 21 óvænt greining sjúklinga/starfsmanna eða útsetning frá heimsóknargestum um helgina sem setti marga í sóttkví eða einangrun!“ Enn meira en 600 starfsmenn Landspítala óbólusettir Hann segir mikilvægt að muna að ef loka þurfi þjónustu á Landspítala eigi sjúklingar ekki í önnur hús að vernda til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa. Þá hafi þátttaka starfsmanna í bólusetningum hafa verið nokkuð góð en enn séu meira en 600 starfsmenn Landspítala óbólusettir. „Þátttaka í bólusetningum starfsmanna hefur verið nokkuð góð - um 90% eru fullbólusettir og þátttaka í endurbólusetningum var um 60%. Ennþá eru yfir 600 starfsmenn óbólusettir, af ýmsum ástæðum. Sjúklingar eru almennt vel bólusettir, sérstaklega eldri hóparnir,“ skrifar Már. „Hins vegar vitum við að eldri og ónæmisbældir sjúklingar svara bóluefnum misvel, því sjáum við allnokkuð af smitum í þessum hópi, margir í þeim orðið mjög veikir og nokkrir látist nú í haust. Við erum því neydd til að grípa til umfangsmeiri aðgerða á Landspítala en þörf er á úti í samfélaginu.“ Enn í hringiðunni Már segir Landspítala enn í hringiðunni og nauðsynlegt sé að vanda sig vel í vinnu eins og áður. Grímunotkun starfsmanna hafi til að mynda margsannað gildi sitt inni á Landspítala. Meira en átta hundruð starfsmenn spítalans smitast af veirunni eða verið útsettir en enginn þeirra smitað sjúkling þegar grímur voru notaðar. „Engin smit hafa orðið frá starfsmönnum til sjúklinga þegar grímur hafa verið notaðar og ekki heldur milli starfsmanna ef reglum hefur verið fylgt (grímunotkun og fjarlægðarmörk). Hins vegar hafa orðið nokkur smit il starfsmanna bæði frá samstarfsfólki og eins frá sjúklingum þegar reglum um bólusetningar, grímunotkun og fjarlægðarmörk hefur ekki verið fylgt,“ skrifar Már. Hann bendir á að stórir faraldrar geisi nú í skólum á öllum stigum og smit í eldri hópum sem tengjast Landspítala hafi aukist. Þá fari tíðni smita hratt vaxandi auk þess sem hópsmit sé nú komið upp á hjartaskurðdeild með þeim afleiðingum að smitsjúkdómadeild var breytt í farsóttareiningu. Viðbragðsstig spítalans sé jafnframt í endurskoðun. „Við erum því ennþá í hringiðunni og verðum að vanda okkur vel í vinnu, nú sem fyrr.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Þrettán nú inniliggjandi vegna Covid-19 Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi. 27. október 2021 10:21 84 greindust smitaðir af veirunni í gær Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 27. október 2021 10:14 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02
Þrettán nú inniliggjandi vegna Covid-19 Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi. 27. október 2021 10:21
84 greindust smitaðir af veirunni í gær Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 27. október 2021 10:14