Enginn engan sakaði þegar eldurinn kom upp en þegar skipverjum tókst ekki að slökkva eldinn af sjálfsdáðum var vélarrúminu lokað kyrfilega og aðstoðar óskað.
Bergey VE var fyrst á staðinn og tók hún Vestmannaey í tog áleiðis til hafnar í Neskaupsstað.
Ríkisútvarpið hefur eftir slökkviliðsmanni fyrir austan að sáralítill reykur hafi mætt slökkviliðsmönnum sem fóru um borð í nótt og svo virðist sem slökkvikerfi skipsins hafi ráðið niðurlögum eldsins.