„Virðingarvert“ hjá Lovísu sem hefur verið lengi í sviðsljósinu Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 15:35 Lovísa Thompson, ein besta handknattleikskona landsins, hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. vísir/hulda margrét „Þessi skór, þeir eru bara einhvers staðar. Það er auðvelt að sækja þá,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem ræddi um stærsta mál vikunnar í handboltaheiminum, ákvörðun Lovísu Thompson, við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í dag. Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan.
Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti