Sagði fullar vínflöskur af amfetamíni óvæntan vinning í skemmtun á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2021 11:01 Starfsmenn tollgæslu fundu metamfetamínbasann í vínflöskum í trékassa í farangri mannsins. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til innflutnings á um rúmum einum og hálfum lítra af amfetamínbasa ætluðum til söludreifingar hér á landi. Efnið flutti maðurinn, Friðrik Hansson, með flugi frá Barcelona til Keflavíkurflugvallar í mars 2019. Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira