Bjarki: Það eru ótal leikmenn á lausu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 22:48 Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórsara, var svekktur með tap sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var sáttur við liðsframlagið í dag þrátt fyrir stórt stap gegn Stjörnunni í leik sem fram fór á Akureyri fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en gestirnir stungu af í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með 68-94 sigri gestanna. Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði. Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði.
Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira