Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 22:48 Baldwin og Hutchins unnu saman að myndinni Rust. Getty Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. „Það gerast slys á kvikmyndasettum öðru hvoru en ekkert þessu líkt. Þetta er atvik sem gerist í einni af hverjum billjón (e. trillion) tökum,“ sagði Alec Baldwin við fjölmiðla dag. Að sögn The Guardian ræddi leikarinn við fjölmiðlamenn í dag í því skyni að fá þá til að láta sig og fjölskyldu sína í friði. Eiginkona hans Hilaria hafi reynt að stöðva mann sinn. „Kona lést. Hún var vinkona mín, þegar ég kom til Santa Fe til að hefja tökur bauð ég henni út að borða,“ segir hann. Þá segir Baldwin að hann hafi verið í stöðugum samskiptum við ekkil Halynu og að hann hefði miklar áhyggjur af fjölskyldu hennar. Hafi verið vel smurð vél „Við vorum mjög vel smurt kvikmyndatökulið að skjóta mynd saman þegar þessi hræðilegi atburður átti sér stað,“ segir Baldwin þrátt fyrir að rannsakendur hafi sagt að víða hafi pottur verið brotinn í framleiðslu myndarinnar. Ekki hefur verið útilokað að dómsmál verði höfðuð vegna dauða Halynu Hutchins. Baldwin var sagt að byssan væri „köld“ Alec Baldwin var meðal rithöfunda kvikmyndarinnar Rust og kom einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar. Hún fjallar um það hvernig gamall útlagi reynir að koma barnabarni sínu til bjargar eftir að til stendur að hengja hann fyrir að bana manni af slysni. Við æfingar atriðis í myndinni hljóp skot úr skammbyssu sem leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að draga úr slíðri. Lögreglan segir kúlu úr byssunni hafa hæft Hutchins, sem var kvikmyndatökustjóri Rust, farið í gegnum hana og í öxl Joel Souza, leikstjóra. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Dave Halls, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, hefur viðurkennt að hafa ekki skoðað skotin í byssunni nægilega vel áður en hann rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri örugg. Áður hafði Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður framleiðslunnar, meðhöndlað byssuna og átti hún sömuleiðis að tryggja að byssan væri örugg. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29. október 2021 12:44 Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
„Það gerast slys á kvikmyndasettum öðru hvoru en ekkert þessu líkt. Þetta er atvik sem gerist í einni af hverjum billjón (e. trillion) tökum,“ sagði Alec Baldwin við fjölmiðla dag. Að sögn The Guardian ræddi leikarinn við fjölmiðlamenn í dag í því skyni að fá þá til að láta sig og fjölskyldu sína í friði. Eiginkona hans Hilaria hafi reynt að stöðva mann sinn. „Kona lést. Hún var vinkona mín, þegar ég kom til Santa Fe til að hefja tökur bauð ég henni út að borða,“ segir hann. Þá segir Baldwin að hann hafi verið í stöðugum samskiptum við ekkil Halynu og að hann hefði miklar áhyggjur af fjölskyldu hennar. Hafi verið vel smurð vél „Við vorum mjög vel smurt kvikmyndatökulið að skjóta mynd saman þegar þessi hræðilegi atburður átti sér stað,“ segir Baldwin þrátt fyrir að rannsakendur hafi sagt að víða hafi pottur verið brotinn í framleiðslu myndarinnar. Ekki hefur verið útilokað að dómsmál verði höfðuð vegna dauða Halynu Hutchins. Baldwin var sagt að byssan væri „köld“ Alec Baldwin var meðal rithöfunda kvikmyndarinnar Rust og kom einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar. Hún fjallar um það hvernig gamall útlagi reynir að koma barnabarni sínu til bjargar eftir að til stendur að hengja hann fyrir að bana manni af slysni. Við æfingar atriðis í myndinni hljóp skot úr skammbyssu sem leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að draga úr slíðri. Lögreglan segir kúlu úr byssunni hafa hæft Hutchins, sem var kvikmyndatökustjóri Rust, farið í gegnum hana og í öxl Joel Souza, leikstjóra. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Dave Halls, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, hefur viðurkennt að hafa ekki skoðað skotin í byssunni nægilega vel áður en hann rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri örugg. Áður hafði Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður framleiðslunnar, meðhöndlað byssuna og átti hún sömuleiðis að tryggja að byssan væri örugg.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29. október 2021 12:44 Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29. október 2021 12:44
Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. 28. október 2021 08:02
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20