Sterkasta flugfreyja landsins býr í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2021 20:00 Anna Guðrún og þjálfari hennar, María Rún Þorsteinsdóttir hjá Crossfit Hengli í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Guðrún Halldórsdóttir í Hveragerði er líklega sterkasta flugfreyja landsins en hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í Ólympskum lyftingum. Anna Guðrún, sem býr í Hveragerði með fjölskyldu sinni æfir hjá Crossfit Hengil í bæjarfélaginu á milli þess sem hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Anna Guðrún gerði sér lítið fyrir og nældi sér í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór nýlega fram í Hollandi. Anna er 52 ára. „Þetta var bara geggjað, ég náði þar fyrsta sæti í mínum þyngdarflokki og setti heimsmet og evrópumet, þannig að ég er bara drullu ánægð með þetta allt saman, ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er búið að vera svolítið strembið að æfa með vinnu en hefst allt saman. Ég er að æfa að lágmark fimm sinnum í viku og það gengur bara mjög vel,“ segir Anna Guðrún. Flugfreyjan og kraftakonan, Anna Guðrún í Hveragerði, sem nældi sér nýlega í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór fram í Hollandi í í Ólympskum lyftingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfari Önnu Guðrúnar, sem er annar eigandi stöðvarinnar í Hveragerði er að sjálfsögðu mjög stolt af sinni konu. „Já, hún koma að æfa hjá okkur fyrir níu árum síðan, labbaði hingað inn með Gunnari sínum og vildi koma að æfa, hún var nýflutt í Hveragerði. Við sáum strax að hún er mjög sterk, hún er gömul handboltakempa. Við vissum alveg að hún ætti möguleika á þessu heimsmeti og við settum upp með það að hún myndi setja heimsmet í snörun,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir, Crossfit þjálfari Önnu Guðrúnar Anna Guðrún hitar sig upp fyrir hverja æfingu með alls konar æfingum, hún er til dæmis mjög öflug í armbeygjum og góð í að sippa. En hvernig er að vera flugfreyja og svona rosalega sterk? „Það er bara geggjað, ég get allavega aðstoðað alla með handfarangur og annað, þannig að það er bara fínt,“ segir Anna Guðrún skellihlæjandi. Anna Guðrún hefur unnið til fjölda verðlauna og var m.a. kjörin íþróttamaður Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði CrossFit Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Anna Guðrún, sem býr í Hveragerði með fjölskyldu sinni æfir hjá Crossfit Hengil í bæjarfélaginu á milli þess sem hún starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Anna Guðrún gerði sér lítið fyrir og nældi sér í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór nýlega fram í Hollandi. Anna er 52 ára. „Þetta var bara geggjað, ég náði þar fyrsta sæti í mínum þyngdarflokki og setti heimsmet og evrópumet, þannig að ég er bara drullu ánægð með þetta allt saman, ég er alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er búið að vera svolítið strembið að æfa með vinnu en hefst allt saman. Ég er að æfa að lágmark fimm sinnum í viku og það gengur bara mjög vel,“ segir Anna Guðrún. Flugfreyjan og kraftakonan, Anna Guðrún í Hveragerði, sem nældi sér nýlega í þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í sínum þyngdarflokki á European Masters Weightlifting meistaramótinu, sem fór fram í Hollandi í í Ólympskum lyftingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfari Önnu Guðrúnar, sem er annar eigandi stöðvarinnar í Hveragerði er að sjálfsögðu mjög stolt af sinni konu. „Já, hún koma að æfa hjá okkur fyrir níu árum síðan, labbaði hingað inn með Gunnari sínum og vildi koma að æfa, hún var nýflutt í Hveragerði. Við sáum strax að hún er mjög sterk, hún er gömul handboltakempa. Við vissum alveg að hún ætti möguleika á þessu heimsmeti og við settum upp með það að hún myndi setja heimsmet í snörun,“ segir María Rún Þorsteinsdóttir, Crossfit þjálfari Önnu Guðrúnar Anna Guðrún hitar sig upp fyrir hverja æfingu með alls konar æfingum, hún er til dæmis mjög öflug í armbeygjum og góð í að sippa. En hvernig er að vera flugfreyja og svona rosalega sterk? „Það er bara geggjað, ég get allavega aðstoðað alla með handfarangur og annað, þannig að það er bara fínt,“ segir Anna Guðrún skellihlæjandi. Anna Guðrún hefur unnið til fjölda verðlauna og var m.a. kjörin íþróttamaður Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði CrossFit Icelandair Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira