Varð heiðarleikinn HK-ingum að falli? „Hefði viljað sjá hana taka smá leikara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 23:01 Atvikið þegar HK-ingurinn Jóhanna Margrét Sigurðardóttir braust í gegnum vörn KA/Þórs undir lok leiks liðanna um helgina. stöð 2 sport HK gerði góða ferð norður yfir heiðar og gerði jafntefli, 26-26, við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru á því að HK-ingar hafi verið snuðaðir um vítakast undir lok leiksins. Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Sjá meira
Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Sjá meira
HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00