Ekki spilað fyrir England eftir hótelheimsóknina á Íslandi og bað um frí Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 08:30 Mason Greenwood hefur ekki leikið annan A-landsleik eftir að hafa mætt Íslandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. VÍSIR/GETTY Hinn tvítugi Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, baðst undan því að taka þátt í verkefnum enska landsliðsins í fótbolta fyrri hluta þessarar leiktíðar. Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember. Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira