Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 20:01 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa og Landskjörstjórn funda á nefndarsviði Alþingi Vísir/Vilhelm Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. Fréttastofa hefur undir höndum svokallaða málavaxtalýsingu á talningu og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sem undirbúningskjörbréfanefnd sendi út í gærkvöldi til allra þeirra sem mætt hafa fyrir nefndina. Þar er fulltrúum yfirkjörstjórnar, talningarfólki, starfsfólki Hótels Borgarness, Lögreglustjóranum á Vesturlandi og fleiri gefið færi á að lesa yfir og koma með ábendingar ef eitthvað er rangt eftir haft. Fjölmargar athugasemdir við talningu og meðferð kjörgagna koma fram í lýsingunni. Fjölmargir höfðu lykla Fram kemur að allnokkrir starfsmenn hafi haft lykla að dyrum inn í salinn þar sem kjörgögn voru eða höfðu aðgang að lyklum salarins. Þá sýni engin eftirlitsmyndavél svæðið þar sem yfirkjörstjórn athafnaði sig og kjörgögn voru geymd á meðan fundarfrestun yfirkjörstjórnar stóð yfir. Fram kemur að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi gengu fjórir starfsmenn hótelsins um fremri salinn en þegar fólkið hverfur úr mynd kemur til álita að það hafi farið inn í talningarsalinn eða staðið við inngang í talningarsalinn. Ekki annað hægt en endurtelja Fram kemur að ákveðið hafi verið að endurtelja atkvæðin vegna ábendinga Landskjörsstjórnar um að einhver atkvæði stemmdu ekki. Þá kemur fram að mannleg mistök hafi valdið því að níu atkvæði hefði ranglega lent í atkvæðabunka C lista. Fleiri atkvæði fundust við endurtalningu eða voru mistalin en þess er oft getið í málavaxtalýsingunni. Með hliðsjón af þessu taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði Loks segir kona sem starfaði við talninguna að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Aðspurð segist hún hafa viljað ð fá að telja öll atkvæðin og hefði gert athugasemd við oddvita yfirkjörstjórnar hefði hún vitað að hann ætlaði að byrja talninguna áður en hún mætti á staðinn. Samkvæmt þessu má draga í efa að öll atkvæði hafi verið talinn í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum svokallaða málavaxtalýsingu á talningu og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sem undirbúningskjörbréfanefnd sendi út í gærkvöldi til allra þeirra sem mætt hafa fyrir nefndina. Þar er fulltrúum yfirkjörstjórnar, talningarfólki, starfsfólki Hótels Borgarness, Lögreglustjóranum á Vesturlandi og fleiri gefið færi á að lesa yfir og koma með ábendingar ef eitthvað er rangt eftir haft. Fjölmargar athugasemdir við talningu og meðferð kjörgagna koma fram í lýsingunni. Fjölmargir höfðu lykla Fram kemur að allnokkrir starfsmenn hafi haft lykla að dyrum inn í salinn þar sem kjörgögn voru eða höfðu aðgang að lyklum salarins. Þá sýni engin eftirlitsmyndavél svæðið þar sem yfirkjörstjórn athafnaði sig og kjörgögn voru geymd á meðan fundarfrestun yfirkjörstjórnar stóð yfir. Fram kemur að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi gengu fjórir starfsmenn hótelsins um fremri salinn en þegar fólkið hverfur úr mynd kemur til álita að það hafi farið inn í talningarsalinn eða staðið við inngang í talningarsalinn. Ekki annað hægt en endurtelja Fram kemur að ákveðið hafi verið að endurtelja atkvæðin vegna ábendinga Landskjörsstjórnar um að einhver atkvæði stemmdu ekki. Þá kemur fram að mannleg mistök hafi valdið því að níu atkvæði hefði ranglega lent í atkvæðabunka C lista. Fleiri atkvæði fundust við endurtalningu eða voru mistalin en þess er oft getið í málavaxtalýsingunni. Með hliðsjón af þessu taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði Loks segir kona sem starfaði við talninguna að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Aðspurð segist hún hafa viljað ð fá að telja öll atkvæðin og hefði gert athugasemd við oddvita yfirkjörstjórnar hefði hún vitað að hann ætlaði að byrja talninguna áður en hún mætti á staðinn. Samkvæmt þessu má draga í efa að öll atkvæði hafi verið talinn í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41