Í dag er komið að leik Dag & Red og Salford sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:40 í kvöld.
Dag & Red leikur í ensku E-deildinni á meðan Salford er í D-deildinni en síðarnefnda liðið þekkja þó fjölmargir knattspyrnuáhugamenn þar sem eigendur liðsins eru nokkrir af ástsælustu leikmönnum enskrar knattspyrnu á undanförnum árum.
Það eru fyrrum liðsfélagarnir úr Manchester United; David Beckham, Nicky Butt, Ryan Giggs, Phil Neville, Gary Neville og Paul Scholes.
Á dagskrá kvöldsins eru einnig fastir liðir þar sem Seinni bylgjan verður með þátt líkt og GameTíví.