Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 18:31 Þórólfur Guðnason hefur áhyggjur af uppsveiflu í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. „Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira