Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2021 13:01 Caroline Seger reynir að verjast Söru Björk Gunnarsdóttur í baráttu landsliðsfyrirliðanna í leik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM. Bæði liðin unnu sér sæti á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. vísir/vilhelm Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. Eftir að dregið var í riðla í lok október varð ljóst að Ísland myndi leika við Belgíu og Ítalíu á akademíuleikvangi Manchester City, 10. og 14. júlí. Völlurinn rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn,“ sagði Þorsteinn eftir dráttinn. Ísland mætir svo Frakklandi 18. júlí á New York Stadium í Rotherham sem er flottur völlur og rúmar 12.000 manns. Svíar spila tvo leiki á Bramall Lane í Sheffield og þar er pláss fyrir 30.000 áhorfendur. Síðasti leikur þeirra í C-riðli, gegn Rússlandi, er á öllu minna þekktari stað eða á fjölnota íþróttavelli í bænum Leigh. Samkvæmt Aftonbladet rúmar völlurinn í Leigh 8.000 manns á fótboltaleikjum. Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins, furðar sig á því að í mekka fótboltans, á miklum uppgangstímum í fótbolta kvenna, séu svo litlir vellir notaðir. Erfitt að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu „Nú veit maður ekki hvernig þetta kom til en ef það á að gefa fótbolta kvenna rými til að vaxa og dafna, fá fleiri áhorfendur og búa til pressu þar að lútandi fyrir leiki, þá á ég erfitt með að skilja af hverju spilað er á völlum sem rúma svona fáar manneskjur,“ sagði Seger við Aftonbladet. „Það verður athyglisvert að sjá hvort að það verði uppselt snemma núna – hvort það mæti ekki fleira fólk og hvernig útkoma mótsins verður. Ég á erfitt með að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu því miðað við fullyrðingar UEFA þá á þetta að verða stærsta Evrópumótið í sögu kvennafótboltans. Gefið kvennafótbolta vellina sem hann á skilið og velli sem rúma fólk svo að við getum sýnt fótboltann sem við spilum við bestu aðstæður og boðið fólk velkomið,“ sagði Seger. Tvöfalt fleiri miðar í boði Karl-Erik Nilsson er varaforseti UEFA og jafnframt formaður sænska knattspyrnusambandsins. Hann segir það koma til greina að skipta um leikvanga ef þrýst verði á það. Á mótinu verður upphafsleikurinn á Old Trafford og úrslitaleikurinn á Wembley, og einnig spilað á stórum völlum á borð við St Mary's og Bramall Lane. Fyrsti miðasöluglugginn lokast 16. nóvember og þá ætti að vera skýrara hve mikil eftirspurnin eftir miðum er en um 180.000 miðar eru seldir að sögn Svíans. „Ef við miðum við EM 2017 í Hollandi þá geta tvöfalt fleiri áhorfendur mætt á mótið því það verða alls um 700.000 miðar í boði. Síðan er það alltaf þannig á stórmótum að sumir leikir trekkja meira að en aðrir,“ sagði Nilsson. „Þegar England sótti um að halda mótið var það markmiðið að fullsetið yrði á öllum leikjum. Reynslan sýnir að sumir leikir eru minna spennandi en aðrir svo þess vegna var óskað eftir því að hafa suma vellina minni til að stærðin hentaði,“ sagði Nilsson. Upplýsingar KSÍ um miðasölu á EM. EM 2021 í Englandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Eftir að dregið var í riðla í lok október varð ljóst að Ísland myndi leika við Belgíu og Ítalíu á akademíuleikvangi Manchester City, 10. og 14. júlí. Völlurinn rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn,“ sagði Þorsteinn eftir dráttinn. Ísland mætir svo Frakklandi 18. júlí á New York Stadium í Rotherham sem er flottur völlur og rúmar 12.000 manns. Svíar spila tvo leiki á Bramall Lane í Sheffield og þar er pláss fyrir 30.000 áhorfendur. Síðasti leikur þeirra í C-riðli, gegn Rússlandi, er á öllu minna þekktari stað eða á fjölnota íþróttavelli í bænum Leigh. Samkvæmt Aftonbladet rúmar völlurinn í Leigh 8.000 manns á fótboltaleikjum. Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins, furðar sig á því að í mekka fótboltans, á miklum uppgangstímum í fótbolta kvenna, séu svo litlir vellir notaðir. Erfitt að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu „Nú veit maður ekki hvernig þetta kom til en ef það á að gefa fótbolta kvenna rými til að vaxa og dafna, fá fleiri áhorfendur og búa til pressu þar að lútandi fyrir leiki, þá á ég erfitt með að skilja af hverju spilað er á völlum sem rúma svona fáar manneskjur,“ sagði Seger við Aftonbladet. „Það verður athyglisvert að sjá hvort að það verði uppselt snemma núna – hvort það mæti ekki fleira fólk og hvernig útkoma mótsins verður. Ég á erfitt með að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu því miðað við fullyrðingar UEFA þá á þetta að verða stærsta Evrópumótið í sögu kvennafótboltans. Gefið kvennafótbolta vellina sem hann á skilið og velli sem rúma fólk svo að við getum sýnt fótboltann sem við spilum við bestu aðstæður og boðið fólk velkomið,“ sagði Seger. Tvöfalt fleiri miðar í boði Karl-Erik Nilsson er varaforseti UEFA og jafnframt formaður sænska knattspyrnusambandsins. Hann segir það koma til greina að skipta um leikvanga ef þrýst verði á það. Á mótinu verður upphafsleikurinn á Old Trafford og úrslitaleikurinn á Wembley, og einnig spilað á stórum völlum á borð við St Mary's og Bramall Lane. Fyrsti miðasöluglugginn lokast 16. nóvember og þá ætti að vera skýrara hve mikil eftirspurnin eftir miðum er en um 180.000 miðar eru seldir að sögn Svíans. „Ef við miðum við EM 2017 í Hollandi þá geta tvöfalt fleiri áhorfendur mætt á mótið því það verða alls um 700.000 miðar í boði. Síðan er það alltaf þannig á stórmótum að sumir leikir trekkja meira að en aðrir,“ sagði Nilsson. „Þegar England sótti um að halda mótið var það markmiðið að fullsetið yrði á öllum leikjum. Reynslan sýnir að sumir leikir eru minna spennandi en aðrir svo þess vegna var óskað eftir því að hafa suma vellina minni til að stærðin hentaði,“ sagði Nilsson. Upplýsingar KSÍ um miðasölu á EM.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti