Hita upp fyrir Olís deild karla í kvöld: Flugu Valsmenn of hátt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 12:00 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar fyrir Val en Valsliðið tapaði sínum fyrsta leik í síðustu umferð. Vísir/Hulda Margrét Olís deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir æfingapásu íslenska landsliðsins og það eru fimm leikir í kvöld. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferðina í aukaþætti Seinni bylgjunnar. „Við ætlum að renna yfir þessa sjöundu umferð eftir smá landliðsæfingapásu. Gott að fá boltann af stað aftur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er geggjað. Vonandi hafa liðin náð að spila sig saman, æfa vel og mæta tilbúin í þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er risa miðvikudagur með fimm leikjum,“ sagði Stefán Árni en þeir fóru síðan saman yfir alla leikina einn af öðrum. Stjörnumenn eru á toppnum í deildinni með fullt hús eftir fimm leiki. „Þeir hafa verið þetta spútniklið í vetur. Þeir hafa verið að spila vel og hafa verið að spila á móti góðum liðunum eins og Val. Þeir líta hrikaleg vel út og eiga líka nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn Upphitunarþáttur fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta er nú kominn inn á Vísi og er hann aðgengilegur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta Stórleikur umferðarinnar er leikur Vals og FH á Hlíðarenda í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45. „Förum í risaleikinn. Valur og FH í Origo höllinni. Valsmenn hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en tapa samt í síðustu umferð á móti Stjörnumönnum. Hvað sjáum við þarna,“ spurði Stefán Árni. „Það er engin spurning að þetta er stórleikurinn í umferðinni. Það verður virkilega skemmtilegt að sjá hvernig Valur kemur til baka eftir þetta tap á móti Stjörnunni. Hvort þetta var einn leikur sem þeir eiga lélegan eða hvort við erum að fara að sjá að þeir hafi flogið of hátt í byrjun tímabilsins,“ sagði Ásgeir Örn. „FH-ingar eru að spila rosalega þétta og góða vörn. Þeir eru háir og þungir inn á miðjunni og svo með geggjaðan markmann fyrir aftan sig. Þetta hentar Völsurunum ekkert rosalega vel. Valsmenn eru með tiltölulega lágvaxna létta leikmenn sem eru mikið að fara í þessar beinu árásir maður á mann. Leikurinn kemur til með að vinnast þarna tel ég,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4) Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Við ætlum að renna yfir þessa sjöundu umferð eftir smá landliðsæfingapásu. Gott að fá boltann af stað aftur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er geggjað. Vonandi hafa liðin náð að spila sig saman, æfa vel og mæta tilbúin í þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er risa miðvikudagur með fimm leikjum,“ sagði Stefán Árni en þeir fóru síðan saman yfir alla leikina einn af öðrum. Stjörnumenn eru á toppnum í deildinni með fullt hús eftir fimm leiki. „Þeir hafa verið þetta spútniklið í vetur. Þeir hafa verið að spila vel og hafa verið að spila á móti góðum liðunum eins og Val. Þeir líta hrikaleg vel út og eiga líka nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn Upphitunarþáttur fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta er nú kominn inn á Vísi og er hann aðgengilegur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta Stórleikur umferðarinnar er leikur Vals og FH á Hlíðarenda í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45. „Förum í risaleikinn. Valur og FH í Origo höllinni. Valsmenn hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en tapa samt í síðustu umferð á móti Stjörnumönnum. Hvað sjáum við þarna,“ spurði Stefán Árni. „Það er engin spurning að þetta er stórleikurinn í umferðinni. Það verður virkilega skemmtilegt að sjá hvernig Valur kemur til baka eftir þetta tap á móti Stjörnunni. Hvort þetta var einn leikur sem þeir eiga lélegan eða hvort við erum að fara að sjá að þeir hafi flogið of hátt í byrjun tímabilsins,“ sagði Ásgeir Örn. „FH-ingar eru að spila rosalega þétta og góða vörn. Þeir eru háir og þungir inn á miðjunni og svo með geggjaðan markmann fyrir aftan sig. Þetta hentar Völsurunum ekkert rosalega vel. Valsmenn eru með tiltölulega lágvaxna létta leikmenn sem eru mikið að fara í þessar beinu árásir maður á mann. Leikurinn kemur til með að vinnast þarna tel ég,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4)
Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4)
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira