Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 11. nóvember 2021 07:05 Leiðtogarnir hyggjast ræða saman á Zoom-fundi. Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Þessar tvær þjóðir eru ábyrgar fyrir um 40 prósentum af öllum koltvísýringi sem sleppur út í andrúmsloftið og því skipta ákvarðanir þeirra miklu máli. Að auki hafa samskipti ríkjanna ekki verið með besta móti síðustu ár og því kom það mörgum á óvart að þau séu nú tilbúin til að slíðra sverðin til að takast á við vandann. Búist er við því að Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína, hittist á Zoom-fundi jafnvel strax í næstu viku til að ræða þessi mál betur. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði yfirlýsinguna skref í rétta átt og undir það tekur yfirmaður ESB í loftslagsmálum, Frans Timmermans. Samkomlag stórveldanna kveður á um að þau auki samvinnu sína og hraði aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins. Kínversk stjórnvöld samþykktu jafnframt í fyrsta skipti á taka á leka metangass. Ríkin tvö ætla að deila tækni til þess að koma í veg fyrir losun metans sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en skammlífari í andrúmsloftinu. Bæði ríki ætla að uppfæra landsmarkmið sín um samdrátt í losun fyrir árið 2035 eftir fjögur ár. Kínastjórn ætlar ennfremur að gera sitt besta til að hraða áformum um að draga úr kolanotku á seinni helmingi þessa áratugs, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirlýsing ríkjanna kom mörgum á óvart í gær. Þau hafa eldað grátt silfur saman vegna ýmissa mála að undanförnu. Joe Biden Bandaríkjaforseti skaut meðal annars á Xi Jinping, forseta Kína, og Vladímír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að þeir mættu ekki á loftslagsráðstefnuna í síðustu viku. „Þetta gagnast ekki aðeins löndunum okkar tveimur heldur öllum heiminum, að tvö stórveldi í heiminum, Kína og Bandaríkin, axli sérstaklega alþjóðlega ábyrgð og skyldur,“ sagði Xie Zhenhua, sendifulltrúi Kína á loftslagsráðstefnunni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bandaríkin Kína Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Þessar tvær þjóðir eru ábyrgar fyrir um 40 prósentum af öllum koltvísýringi sem sleppur út í andrúmsloftið og því skipta ákvarðanir þeirra miklu máli. Að auki hafa samskipti ríkjanna ekki verið með besta móti síðustu ár og því kom það mörgum á óvart að þau séu nú tilbúin til að slíðra sverðin til að takast á við vandann. Búist er við því að Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína, hittist á Zoom-fundi jafnvel strax í næstu viku til að ræða þessi mál betur. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði yfirlýsinguna skref í rétta átt og undir það tekur yfirmaður ESB í loftslagsmálum, Frans Timmermans. Samkomlag stórveldanna kveður á um að þau auki samvinnu sína og hraði aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins. Kínversk stjórnvöld samþykktu jafnframt í fyrsta skipti á taka á leka metangass. Ríkin tvö ætla að deila tækni til þess að koma í veg fyrir losun metans sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en skammlífari í andrúmsloftinu. Bæði ríki ætla að uppfæra landsmarkmið sín um samdrátt í losun fyrir árið 2035 eftir fjögur ár. Kínastjórn ætlar ennfremur að gera sitt besta til að hraða áformum um að draga úr kolanotku á seinni helmingi þessa áratugs, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirlýsing ríkjanna kom mörgum á óvart í gær. Þau hafa eldað grátt silfur saman vegna ýmissa mála að undanförnu. Joe Biden Bandaríkjaforseti skaut meðal annars á Xi Jinping, forseta Kína, og Vladímír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að þeir mættu ekki á loftslagsráðstefnuna í síðustu viku. „Þetta gagnast ekki aðeins löndunum okkar tveimur heldur öllum heiminum, að tvö stórveldi í heiminum, Kína og Bandaríkin, axli sérstaklega alþjóðlega ábyrgð og skyldur,“ sagði Xie Zhenhua, sendifulltrúi Kína á loftslagsráðstefnunni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bandaríkin Kína Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira