Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 12:52 Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. Lögregla á Suðurlandi rannsakar slysið en ung kínversk kona lést þegar hún barst út á sjó með öldu. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að tekin hafi verið skýrsla af samferðafólki konunnar í gærkvöldi. Þá sé fyrirhuguð krufning á líki hennar. Konan var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða en málið er í ferli þar innanhúss, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Getur verið betra að synda frá fjörunni Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í aðgerðastjórn vegna slyssins í gær. Hann segir aðstæður í Reynisfjöru hafa verið afar erfiðar. „Sem betur fer náðu þrír að krafla sig upp í fjöruna aftur, rennblaut, en því miður fór það svo að ein kona nær því ekki og dregst þarna út með öldunni. Þá er erfitt að koma við björgun fyrr en viðkomandi er kominn út fyrir ölduna og út á lygnan sjó. En það átta sig ekki allir á því að það getur verið betra að synda frá fjörunni heldur en að fjörunni,“ segir Jónas. Ótækt að ekki sé hægt að taka skrefið Slysið í gær er fimmta banaslysið í Reynisfjöru undanfarinn rúman áratug. Í fjörunni eru skilti sem vara við hættunni, auk björgunarhringja og fleira. Þá séu leiðsögumenn duglegir að upplýsa hópa sína. Jónas bendir hins vegar á að til hafi staðið að setja upp viðvörunarfána, blikkljós og jafnvel hlið þannig að loka mætti fjörunni þegar aðstæður eru sérstaklega slæmar. „Ferðamálaráðherra var búinn að tryggja fjármagn til að koma þessu upp og gera þetta en því miður strandaði málið á hluta landeigenda sem sem höfnuðu þessu bara. Okkur sem störfum að slysavörnum finnst auðvitað ótækt að ekki sé hægt að taka þetta skref í öryggisátt, sem væri stórt skref þarna í fjörunni,“ segir Jónas. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi rannsakar slysið en ung kínversk kona lést þegar hún barst út á sjó með öldu. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að tekin hafi verið skýrsla af samferðafólki konunnar í gærkvöldi. Þá sé fyrirhuguð krufning á líki hennar. Konan var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða en málið er í ferli þar innanhúss, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Getur verið betra að synda frá fjörunni Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í aðgerðastjórn vegna slyssins í gær. Hann segir aðstæður í Reynisfjöru hafa verið afar erfiðar. „Sem betur fer náðu þrír að krafla sig upp í fjöruna aftur, rennblaut, en því miður fór það svo að ein kona nær því ekki og dregst þarna út með öldunni. Þá er erfitt að koma við björgun fyrr en viðkomandi er kominn út fyrir ölduna og út á lygnan sjó. En það átta sig ekki allir á því að það getur verið betra að synda frá fjörunni heldur en að fjörunni,“ segir Jónas. Ótækt að ekki sé hægt að taka skrefið Slysið í gær er fimmta banaslysið í Reynisfjöru undanfarinn rúman áratug. Í fjörunni eru skilti sem vara við hættunni, auk björgunarhringja og fleira. Þá séu leiðsögumenn duglegir að upplýsa hópa sína. Jónas bendir hins vegar á að til hafi staðið að setja upp viðvörunarfána, blikkljós og jafnvel hlið þannig að loka mætti fjörunni þegar aðstæður eru sérstaklega slæmar. „Ferðamálaráðherra var búinn að tryggja fjármagn til að koma þessu upp og gera þetta en því miður strandaði málið á hluta landeigenda sem sem höfnuðu þessu bara. Okkur sem störfum að slysavörnum finnst auðvitað ótækt að ekki sé hægt að taka þetta skref í öryggisátt, sem væri stórt skref þarna í fjörunni,“ segir Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49
Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24