Íslensk erfðagreining og Haraldur Þorleifsson fengu frelsisverðlaun SUS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 13:12 Haraldur Þorleifsson (t.v.) fékk verðlaun fyrir framlag sitt til aðgengismála fatlaðs fólks og Kári Stefánsson (t.h.) forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tók við verðlaunum fyrir framlag ÍE í baráttunni gegn Covid. SUS Íslensk erfðagreining hlaut frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna í flokki lögaðila fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Verðlaunin voru afhent í gær en Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“ Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“
Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira