Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 32-30 | Stór sigur Eyjamanna Einar Kárason skrifar 11. nóvember 2021 20:09 Róbert Sigurðarson, fyrir miðju, átti góðan leik í kvöld í liði ÍBV. visir ÍBV hefur nú unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla eftir sterkan tveggja marka sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 32-30. Liðin voru hlið við hlið á töflunni fyrir leik með átta stig og ljóst var að framundan væri hörkuleikur. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 5-5 eftir rúmlega tíu mínútna leik en eftir stundarfjórðung höfðu heimamenn náð þriggja marka forustu og gaf það tóninn fyrir það sem koma skildi. ÍBV virtist skora úr öllum sínum skotum seinni helming fyrri hálfleiks og vörn Mosfellinga, sem hafði byrjað leikinn nokkuð vel, virtist úti á þekju. Í hálfleik var staðan 17-13 ÍBV í vil. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar og voru því komnir með sjö marka forskot. Hófst þá eitt af nokkrum áhlaupum gestanna til að koma sér aftur inn í leikinn en í hvert skipti sem gestirnir nálguðust heimamenn gáfu þeir í og héldu þeim rauðklæddu í hæfilegri fjarlægð. Þegar tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks var staðan 30-26 þegar Afturelding gerði áhlaup og skoruðu Mosfellingar fjögur mörk gegn einu marki ÍBV og staðan því óvænt orðin 31-30 þegar komið var inn í lokamínútu leiksins og boltinn í höndum Eyjamanna. Á þeim tímapunkti voru gestirnir manni færri en gerðust þá sekir um stór mistök þegar þeir settu mann inn of snemma sem varð til þess að að þeim var refsað með annari brottvísun. Afturelding því tveimur færri sem gerði Eyjamönnum kleift að klára leikinn með marki þegar nokkrar sekúndur eftir lifðu leiks. Lokaniðurstaðan því tveggja marka sigur ÍBV sem verður að teljast stór í samhengi. Af hverju vann ÍBV? Heimamenn spiluðu fína vörn og sókn en á sama tíma var vörn gestanna í molum. ÍBV náði þannig ágætu forskoti sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Hverjir stóðu upp úr? Róbert Sigurðarson var frábær í liði Eyjamanna. Ekki nóg með að hann hafi staðið vörnina vel eins og hann er vanur þá skilaði hann góðu dagsverki í sókninni og skoraði fimm mörk. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk og þá skoraði Rúnar Kárason sex. Í liði Aftureldingar var Guðmundur Bragi Ástþórsson atkvæðamestur með átta mörk, fimm mörkum meira en næsti maður. Andri Sigmarsson Scheving í marki Mosfellinga átti nokkrar stórar vörslur á mikilvægum tímapunktum í leiknum en hann varði í heild ellefu skot. Hvað gekk illa? Spilamennska gestanna bróðurpart fyrri hálfleiks var einfaldlega ekki nægilega góð, þá sér í lagi vörn og þar af leiðandi markvarsla. Bæði lið gerðust sek um mistök en þau voru fleiri og meira áberandi hjá liði Aftureldingar. Hvað gerist næst? Eyjamenn fara fullir sjálfstrausts á Ásvelli og munu þar etja kappi við Hauka á meðan Afturelding fær KA í heimsókn, þar sem þeir vonast líklega til þess að bregðast jafn vel við tapinu gegn ÍBV eins og þeir gerðu við tapinu í fyrstu umferð. Grímur: Erum ekkert að horfa á töfluna Grímur Hergeirsson.vísir/daníel ,,Við erum gríðarlega ánægðir að vinna Aftureldingu. Þeir eru með mjög sterkt lið," sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Á þessu stigi erum við helst að horfa á frammistöðuna sem var bara nokkuð góð í dag. Við erum sveiflukenndir og erum aðeins að missa taktinn inn á milli og erum að vinna í því." Eyjamenn hafa farið vel af stað og hafa unnið fimm af sex leikjum sínum það sem af er. ,,Við erum ekkert að horfa mikið á töfluna. Það er lítið búið af mótinu og þetta eru allt hörku leikir. Við eigum leik næst á mánudaginn og þurfum að einbeita okkur að honum. Það er verðugt verkefni að sækja Haukana heim." ,,Það er ánægjulegt og hefur verið ánægjulegt í síðustu leikjum að reyna að dreifa álaginu og það er framlag hjá mörgum leikmönnum sem er gríðarlega sterkt. Við þurfum svo að halda áfram að reyna að stilla þetta þannig að við fáum jafnari leik og sleppum við sveiflur." ,,Ég er ánægður með karakterinn hjá okkur. Að standast áhlaupin frá þeim. Við leiðum allan leikinn og þeir koma með áhlaup en við náðum alltaf að stöðva blæðingarnar og að klára þetta. Það er fyrst og fremst það sem er sterkt." Gunnar: Við getum betur en þetta Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm Ljóst var að leikurinn í kvöld yrði alvöru rimma en hann spilaðist þó ekki eins og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, bjóst við. ,,Nei, miðað við hvað þetta var mikilvægur leikur þá er ég drullufúll hvernig við komum inn í leikinn. Fyrri hálfleikur var langt frá því að vera góður og það vantaði bara upp á allt." ,,Vörn og markvarsla. Þeir skora úr þrettán sóknum í röð. Það er skandall. Við förum með dauðafæri eftir dauðafæri og það er visst andleysi í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn er fínn. Við fáum góða vörn og góða markvörslu og komum okkur í færi til að ná leiknum en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir með ömurlegum fyrri hálfleik." Vondur kafli eftir jafnan leik í upphafi ,,Það er þessi kafli, þar sem þeir skora úr þrettán sóknum í röð, sem er bara allur pakkinn. Við áttum að verja tvo, þrjá og erum að fá á okkur hraðaupphlaup eftir klaufagang í sókninni og vörnin að leka. Það var allt að klikka á þessum kafla. Við komum okkur í erfiða stöðu og hefðum átt að mæta grimmari til leiks. Við vöknum í seinni en það er of seint." ,,Það er eitt mark sem okkur vantar í lokin og við fengum heldur betur færi. Við fengum færi á línu og fengum sóknir sem við gátum náð þessu. Við komum okkur í stöður til ná þessu en þetta var það erfitt að við gátum ekki misstigið okkur. Seinni hálfleikurinn þó alls ekki slakur en það er þessi fyrri hálfleikur sem ég er hundfúll yfir. Það að ferðast til Vestmannaeyja og undirbúa okkur eftir landsleikjahlé og mæta ekki betur klárir er fúlt. Ég er hundfúll út í mig og strákana." Fyrsti tapleikur síðan í september ,,Tveir mánuðir á milli tapleikja. Við skulum vona að það verði jafn langt í næsta. Þetta er jafnt mót og nóg eftir. Það er bara næsti leikur og við þurfum að svara þessu í næsta leik. Þetta eru allt erfiðir leikir en við vitum að við getum betur og við ætlum bara að halda áfram. Við getum betur en þetta." Olís-deild karla ÍBV Afturelding
ÍBV hefur nú unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla eftir sterkan tveggja marka sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 32-30. Liðin voru hlið við hlið á töflunni fyrir leik með átta stig og ljóst var að framundan væri hörkuleikur. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 5-5 eftir rúmlega tíu mínútna leik en eftir stundarfjórðung höfðu heimamenn náð þriggja marka forustu og gaf það tóninn fyrir það sem koma skildi. ÍBV virtist skora úr öllum sínum skotum seinni helming fyrri hálfleiks og vörn Mosfellinga, sem hafði byrjað leikinn nokkuð vel, virtist úti á þekju. Í hálfleik var staðan 17-13 ÍBV í vil. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar og voru því komnir með sjö marka forskot. Hófst þá eitt af nokkrum áhlaupum gestanna til að koma sér aftur inn í leikinn en í hvert skipti sem gestirnir nálguðust heimamenn gáfu þeir í og héldu þeim rauðklæddu í hæfilegri fjarlægð. Þegar tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks var staðan 30-26 þegar Afturelding gerði áhlaup og skoruðu Mosfellingar fjögur mörk gegn einu marki ÍBV og staðan því óvænt orðin 31-30 þegar komið var inn í lokamínútu leiksins og boltinn í höndum Eyjamanna. Á þeim tímapunkti voru gestirnir manni færri en gerðust þá sekir um stór mistök þegar þeir settu mann inn of snemma sem varð til þess að að þeim var refsað með annari brottvísun. Afturelding því tveimur færri sem gerði Eyjamönnum kleift að klára leikinn með marki þegar nokkrar sekúndur eftir lifðu leiks. Lokaniðurstaðan því tveggja marka sigur ÍBV sem verður að teljast stór í samhengi. Af hverju vann ÍBV? Heimamenn spiluðu fína vörn og sókn en á sama tíma var vörn gestanna í molum. ÍBV náði þannig ágætu forskoti sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Hverjir stóðu upp úr? Róbert Sigurðarson var frábær í liði Eyjamanna. Ekki nóg með að hann hafi staðið vörnina vel eins og hann er vanur þá skilaði hann góðu dagsverki í sókninni og skoraði fimm mörk. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk og þá skoraði Rúnar Kárason sex. Í liði Aftureldingar var Guðmundur Bragi Ástþórsson atkvæðamestur með átta mörk, fimm mörkum meira en næsti maður. Andri Sigmarsson Scheving í marki Mosfellinga átti nokkrar stórar vörslur á mikilvægum tímapunktum í leiknum en hann varði í heild ellefu skot. Hvað gekk illa? Spilamennska gestanna bróðurpart fyrri hálfleiks var einfaldlega ekki nægilega góð, þá sér í lagi vörn og þar af leiðandi markvarsla. Bæði lið gerðust sek um mistök en þau voru fleiri og meira áberandi hjá liði Aftureldingar. Hvað gerist næst? Eyjamenn fara fullir sjálfstrausts á Ásvelli og munu þar etja kappi við Hauka á meðan Afturelding fær KA í heimsókn, þar sem þeir vonast líklega til þess að bregðast jafn vel við tapinu gegn ÍBV eins og þeir gerðu við tapinu í fyrstu umferð. Grímur: Erum ekkert að horfa á töfluna Grímur Hergeirsson.vísir/daníel ,,Við erum gríðarlega ánægðir að vinna Aftureldingu. Þeir eru með mjög sterkt lið," sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Á þessu stigi erum við helst að horfa á frammistöðuna sem var bara nokkuð góð í dag. Við erum sveiflukenndir og erum aðeins að missa taktinn inn á milli og erum að vinna í því." Eyjamenn hafa farið vel af stað og hafa unnið fimm af sex leikjum sínum það sem af er. ,,Við erum ekkert að horfa mikið á töfluna. Það er lítið búið af mótinu og þetta eru allt hörku leikir. Við eigum leik næst á mánudaginn og þurfum að einbeita okkur að honum. Það er verðugt verkefni að sækja Haukana heim." ,,Það er ánægjulegt og hefur verið ánægjulegt í síðustu leikjum að reyna að dreifa álaginu og það er framlag hjá mörgum leikmönnum sem er gríðarlega sterkt. Við þurfum svo að halda áfram að reyna að stilla þetta þannig að við fáum jafnari leik og sleppum við sveiflur." ,,Ég er ánægður með karakterinn hjá okkur. Að standast áhlaupin frá þeim. Við leiðum allan leikinn og þeir koma með áhlaup en við náðum alltaf að stöðva blæðingarnar og að klára þetta. Það er fyrst og fremst það sem er sterkt." Gunnar: Við getum betur en þetta Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm Ljóst var að leikurinn í kvöld yrði alvöru rimma en hann spilaðist þó ekki eins og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, bjóst við. ,,Nei, miðað við hvað þetta var mikilvægur leikur þá er ég drullufúll hvernig við komum inn í leikinn. Fyrri hálfleikur var langt frá því að vera góður og það vantaði bara upp á allt." ,,Vörn og markvarsla. Þeir skora úr þrettán sóknum í röð. Það er skandall. Við förum með dauðafæri eftir dauðafæri og það er visst andleysi í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn er fínn. Við fáum góða vörn og góða markvörslu og komum okkur í færi til að ná leiknum en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir með ömurlegum fyrri hálfleik." Vondur kafli eftir jafnan leik í upphafi ,,Það er þessi kafli, þar sem þeir skora úr þrettán sóknum í röð, sem er bara allur pakkinn. Við áttum að verja tvo, þrjá og erum að fá á okkur hraðaupphlaup eftir klaufagang í sókninni og vörnin að leka. Það var allt að klikka á þessum kafla. Við komum okkur í erfiða stöðu og hefðum átt að mæta grimmari til leiks. Við vöknum í seinni en það er of seint." ,,Það er eitt mark sem okkur vantar í lokin og við fengum heldur betur færi. Við fengum færi á línu og fengum sóknir sem við gátum náð þessu. Við komum okkur í stöður til ná þessu en þetta var það erfitt að við gátum ekki misstigið okkur. Seinni hálfleikurinn þó alls ekki slakur en það er þessi fyrri hálfleikur sem ég er hundfúll yfir. Það að ferðast til Vestmannaeyja og undirbúa okkur eftir landsleikjahlé og mæta ekki betur klárir er fúlt. Ég er hundfúll út í mig og strákana." Fyrsti tapleikur síðan í september ,,Tveir mánuðir á milli tapleikja. Við skulum vona að það verði jafn langt í næsta. Þetta er jafnt mót og nóg eftir. Það er bara næsti leikur og við þurfum að svara þessu í næsta leik. Þetta eru allt erfiðir leikir en við vitum að við getum betur og við ætlum bara að halda áfram. Við getum betur en þetta."
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik