Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að byrjað verði á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Notað verður mRNA bóluefnið Pfizer.
Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að fólk sé vinsamlegast beðið um að bíða eftir boði til að tryggja að allt gangi vel á bólusetningastað og ekki myndist langar raðir.
„Sérstakur dagur verður fyrir þau sem þurfa bólusetningu út í bíl, dagsetning verður kynnt síðar.
Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur af bóluefni gegn COVID-19. Allir fá boð en einstaklingar mega koma í Laugardalshöll ef það eru liðnir um það bil sex mánuðir frá seinni skammti grunnbólusetningar. Þá er minnt á að 14 dagar þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID-19,“ segir á vef heilsugæslunnar.