ÍR kærir og þjálfarinn lýsir dómurunum sem „landsbyggðarmönnum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 13:31 Kristinn Björgúlfsson er þjálfari ÍR sem er í baráttu um að komast aftur upp í Olís-deild karla. vísir/Elín Björg ÍR-ingar töpuðu með eins marks mun gegn Herði frá Ísafirði í toppslag Grill 66-deildarinnar á laugardaginn. Þeir telja Harðarmenn hafa haft rangt við varðandi leikskýrslu og hafa kært framkvæmd leiksins til dómstóls HSÍ. „Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021 Handbolti ÍR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
„Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021
Handbolti ÍR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti