Sigurður Ingi vill skoða aðgangsstýringu með bólusetningarvottorðum Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2021 19:20 Miklar vonir eru bundnar við að örvunarskammturinn dragi verulega úr líkum á því að bólusettir smitist af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra vill skoða hvort taka ætti upp aðgangsstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum líkt og gert hefur verið í ýmsum öðrum löndum. Sóttvarnalæknir telur það koma til greina eftir að búið verður að gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammt til varnar covid-19. Enn eitt metið var slegið í gær þegar smituðum fjölgaði um 206 innanlands og 9 á landamærunum. Nú eru 25 á sjúkrahúsi, þarf af fjórir á gjörgæslu og af þeim þurfa tveir á öndunarvél að halda. Sóttvarnalæknir segir miklu meiri líkur á að óbólusettir smitist, að þeir smiti aðra og leggist lengur alvarlega veikir inn á spítala en óbólusettir. Enn eitt metið var slegið í gær í fjölda smitaðra af covid-19.Grafík/Helgi Það hafi þó ekki verið rætt að veita bólusettum meira frelsi umfram óbúlusetta með framvísun bólusetningarvottorða eins og gert hafi verið víða annars staðar á meðan bólusettir væru einnig að smita út frá sér. Það gæti breyst ef örvunarskammturinn skili tilætluðum árangri. Þórólfur Guðnason segir koma til greina að skoða aðgangstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorði eftir að búið er gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammtinn.Vísir/Vilhelm „Þá held ég að menn geti farið að skoða hvort það sé hægt að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og eru ólíklegir til að smitast og þannig smita aðra. Við þurfum að skoða þetta út frá þeim sjónarhóli,“ segir Þórólfur. Danir og fleiri þjóðir hafa hins vegar beitt þeirri leið í faraldrinum að fólk þurfi að framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um að hafa jafnað sig á covid til að komast inn á opinbera staði og í almenningssamgöngur. Samgönguráðherra vill skoða að taka upp aðgangsstýringu að ýmsum opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum.vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja þessa leið hafa verið farna á landamærunum hér á landi. „Mér hefur alveg þótt það áhugavert að við myndum fara að skoða það hér innanlands í ljósi þess að geta þá haft minni takmarkanir á okkur öllum hinum sem erum bólusett og erum þar af leiðandi í minni áhættu. Bæði með að smitast og að smita aðra,“ segir Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir aðgerðir Íslendinga hafa skilað góðum árangri og þeir standi framarlega varðandi árangur í bólusetningum og fáum dauðsföllum. Í dag þurfi bæði bólusettir og óbólusettir að sýna niðurstöðu hraðprófs á tilteknum viðburðum. Forsætisráðherra segir Íslendninga hafa náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að láta jafnt yfir alla ganga.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er auðvitað spurning og álitamál sem vekur upp ýmsar bæði siðferðilegar og pólitískar spurningar. Við erum opið, frjálslynt lýðræðissamfélag sem eins og ég segi hefur reitt sig á upplýsingamiðlun,“ segir Katrín. Þess vegna hvetji stjórnvöld fólk til að þiggja bæði almenna bólusetningu og nú örvunarskammtinn sem dragi mjög úr líkum á alvarlegum veikindum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Enn eitt metið var slegið í gær þegar smituðum fjölgaði um 206 innanlands og 9 á landamærunum. Nú eru 25 á sjúkrahúsi, þarf af fjórir á gjörgæslu og af þeim þurfa tveir á öndunarvél að halda. Sóttvarnalæknir segir miklu meiri líkur á að óbólusettir smitist, að þeir smiti aðra og leggist lengur alvarlega veikir inn á spítala en óbólusettir. Enn eitt metið var slegið í gær í fjölda smitaðra af covid-19.Grafík/Helgi Það hafi þó ekki verið rætt að veita bólusettum meira frelsi umfram óbúlusetta með framvísun bólusetningarvottorða eins og gert hafi verið víða annars staðar á meðan bólusettir væru einnig að smita út frá sér. Það gæti breyst ef örvunarskammturinn skili tilætluðum árangri. Þórólfur Guðnason segir koma til greina að skoða aðgangstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorði eftir að búið er gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammtinn.Vísir/Vilhelm „Þá held ég að menn geti farið að skoða hvort það sé hægt að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og eru ólíklegir til að smitast og þannig smita aðra. Við þurfum að skoða þetta út frá þeim sjónarhóli,“ segir Þórólfur. Danir og fleiri þjóðir hafa hins vegar beitt þeirri leið í faraldrinum að fólk þurfi að framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um að hafa jafnað sig á covid til að komast inn á opinbera staði og í almenningssamgöngur. Samgönguráðherra vill skoða að taka upp aðgangsstýringu að ýmsum opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum.vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja þessa leið hafa verið farna á landamærunum hér á landi. „Mér hefur alveg þótt það áhugavert að við myndum fara að skoða það hér innanlands í ljósi þess að geta þá haft minni takmarkanir á okkur öllum hinum sem erum bólusett og erum þar af leiðandi í minni áhættu. Bæði með að smitast og að smita aðra,“ segir Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir aðgerðir Íslendinga hafa skilað góðum árangri og þeir standi framarlega varðandi árangur í bólusetningum og fáum dauðsföllum. Í dag þurfi bæði bólusettir og óbólusettir að sýna niðurstöðu hraðprófs á tilteknum viðburðum. Forsætisráðherra segir Íslendninga hafa náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að láta jafnt yfir alla ganga.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er auðvitað spurning og álitamál sem vekur upp ýmsar bæði siðferðilegar og pólitískar spurningar. Við erum opið, frjálslynt lýðræðissamfélag sem eins og ég segi hefur reitt sig á upplýsingamiðlun,“ segir Katrín. Þess vegna hvetji stjórnvöld fólk til að þiggja bæði almenna bólusetningu og nú örvunarskammtinn sem dragi mjög úr líkum á alvarlegum veikindum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56