Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2021 17:38 Willum Þór Þórsson, starfandi þingforseti, gerir ráð fyrir að þing geti komið saman á þriðjudaginn í næstu viku. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12
Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17