The French Dispatch: Miðlungs Wes Anderson betri en flestir Heiðar Sumarliðason skrifar 18. nóvember 2021 14:31 Starfsmenn tímaritsins. Nýjasta kvikmynd Wes Andersons er nú komin í kvikmyndahús. Þó hún nái nú ekki þeim hæðum sem hans bestu verk ná, er hún þrátt fyrir allt hin fínasta ræma. Meginvandi myndarinnar snýr að því hve sundurlaus hún er. Hér ákveður Wes að slengja saman þremur stuttmyndum sem eiga í raun fátt annað sameiginlegt en að þær gerast í sömu borg. Þetta rammar hann inn með sögu af tímariti sem er að gefa út sitt síðasta tölublað. Stuttmyndirnar þrjár eru hinsvegar sjónræn frásögn upp úr greinum sem ritaðar eru í fyrrnefnt síðasta tölublað. Allar eru myndirnar á háu kaíberi, enda er þetta Wes Anderson hér á ferð. Náunginn er ekki Smith & Wesson, hann er fallbyssa. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mjög miklar kröfur eru gerðar til mynda hans. Áhorfendur eru sífellt að bera nýjasta Andersoninn saman við eldri Andersona. Sjálfur er ég svo mikill aðdáandi að plakatið úr The Grand Budapest Hotel er fyrir ofan rúmið mitt og Rushmore inni í eldhúsi. Umrætt hótel. Alltaf gott að rifja upp Ég ákvað að rifja upp sem flestar mynda hans áður en ég kíkti á þá nýjustu. Því stend ég ágætlega að vígi er varðar samanburðinn. The French Dispatch er langt frá því að vera hans besta verk, en þó ekki það versta. Hún á ekki roð í meistarastykkin tvö sem prýða veggina heima hjá mér, né The Royal Tenenbaums eða The Fantastic Mr. Fox. Hún er þó skárri en Darjeeling Limited og Isle Dogs (ég veit, umdeild skoðun, en mér fannst hún bara hundleiðinleg, „no pun intened“). The French Dispatch stendur sennilega jafnfætis The Life Aquatic With Steve Zissou, sem mér þótti skárri í enduráhorfi heldur en í minningunni. Það sem þessi nýjasta mynd hans deilir hins vegar með The Life Aquatic er hálfgert tilgangsleysi, þó það birtist á allt annan máta. Tilgangsleysið sem ég upplifði í The Life Aquatic var það að meginasendiför myndarinnar, það að drepa hákarlinn, virtist í raun ekki skipta aðalpersónuna nægilega miklu máli til að halda upp heilli kvikmynd. Bill Murray lék Steve Zissou og hjálpaði sinnuleysislegur leikstíll hans ekki til. Murray er hinsvegar frábær þegar hann leikur næst stærstu persónuna í myndum Andersons. Það er spurning hvort The Life Aquatic hafi verið einhverskonar samviskubitsverkefni, að Anderson hafi fundist hann þurfa að gefa Murray sviðsljósið. Hann hefur ekki fallið í þann pytt aftur og notar hann í The French Dispatch í „comic relief“-hlutverki, þar sem hann nýtur sín best. Stórskotaliðið mætt Leikaraliðið er einskonar „who´s who“ úr Wes Anderson leikhópnum. Hér erum við með Owen Wilson, Adrien Brody, Edward Norton, Jason Schwartzman, Bob Balaban, Willem Defoe, Frances McDormand og auðvitað Anjelicu Houston sem sögumann. Einnig má hér finna nýliða í Anderson-heimum, á borð við Elisabeth Moss, Christoph Waltz, Jeffrey Wright og skærustu stjörnu myndarinnar, eitt stykki Benicio Del Toro, sem er hreint yndisleg viðbót við Anderson-flóruna. Hann leikur aðalhlutverkið í fyrstu stuttmyndinni og stendur upp úr, líkt og hans er von og vísa. Þar leikur hann listmálara með einstaka snilligáfu. Eina vandamálið er að hann er í fangelsi fyrir morð. Adrien Brody er einnig frábær sem listaverkasalinn sem fær hann til að mála meira. Það er ekkert „geyma-það-besta-þar-til-síðast“ hér á ferð, því fyrsta myndin er sú besta og eftirminnilegasta. Del Toro og Léa Seydoux eru frábær í hlutverkum sínum. Mynd númer tvö fjallar um stúdentauppreisn og stendur þar upp úr samleikur þeirra Frances McDormand og Timothée Chalamet. Þriðja myndin á að fjalla um kokk á lögreglustöð, en endar á því að fjalla meira um rán á syni lögreglustjórans. Báðar eru myndirnar ágætt stundargaman, en þó ekki jafn góðar og sú fyrsta. Miðlungs Anderson Líkt og áður sagði er The French Dispatch heldur sundurlaus sem heild. Ég átta mig ekki alveg á tilgangi þess að slengja saman þessum þremur sögum og þann ramma sem klæðir þær. Það er í raun ekkert að hverjum hluta fyrir sig, en hvers vegna þessar sögur saman? Sjálfur hefði ég viljað sleppa seinni myndunum tveimur, sem og rammanum, og viljað fylgja sögunni af snarbilaða listamanninum. Þegar sú mynd kláraðist varð ég fyrir smá vonbrigðum, því ég vildi meira. Það er í raun þetta sundurleysi sem fellir þessa tíundu mynd Andersons og gerir það að verkum að hún er fullmikið umbúðir fram yfir innihald. Það er nefnilega þannig að bestu myndir Andersons ná að samræma þessa tvo hluti fullkomlega, en það tekst ekki alltaf. Anderson er strax farinn af stað með sína næstu mynd, Astroid City. Sú var tekin upp í Madríd, því heldur Evrópublæti hans áfram. Einnig er áhugavert að sjá nöfn nýrra samstarfsaðila, því Tom Hanks og Margot Robbie fara með aðalhlutverkin, og Scarlett Johansson birtist sjálf í fyrsta sinn hjá Anderson, en hún hefur hingað til aðeins talað inn á eina af myndum hans. Heilt yfir má hafa gaman af The French Dispatch og væri þetta kvikmynd eftir nýjan leikstjóra sem ég hefði aldrei heyrt um áður, myndi ég sjálfsagt ekki halda vatni yfir henni. En þar sem svo er ekki, verður Anderson að sætta sig að vera mældur út frá sínum fyrri verkum. Niðurstaða: The French Dispatch er miðlungs Anderson-ræma, en hinsvegar er slæm Anderson ræma betri en bestu ræmur flestra annarra leikstjóra. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Snæbjörn Brynjarsson um myndina í kvikmyndaþættinum Stjörnubíói. Einnig er hægt að nálgast þáttinn á helstu hlaðvarpsveitum. Bíó og sjónvarp Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Meginvandi myndarinnar snýr að því hve sundurlaus hún er. Hér ákveður Wes að slengja saman þremur stuttmyndum sem eiga í raun fátt annað sameiginlegt en að þær gerast í sömu borg. Þetta rammar hann inn með sögu af tímariti sem er að gefa út sitt síðasta tölublað. Stuttmyndirnar þrjár eru hinsvegar sjónræn frásögn upp úr greinum sem ritaðar eru í fyrrnefnt síðasta tölublað. Allar eru myndirnar á háu kaíberi, enda er þetta Wes Anderson hér á ferð. Náunginn er ekki Smith & Wesson, hann er fallbyssa. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mjög miklar kröfur eru gerðar til mynda hans. Áhorfendur eru sífellt að bera nýjasta Andersoninn saman við eldri Andersona. Sjálfur er ég svo mikill aðdáandi að plakatið úr The Grand Budapest Hotel er fyrir ofan rúmið mitt og Rushmore inni í eldhúsi. Umrætt hótel. Alltaf gott að rifja upp Ég ákvað að rifja upp sem flestar mynda hans áður en ég kíkti á þá nýjustu. Því stend ég ágætlega að vígi er varðar samanburðinn. The French Dispatch er langt frá því að vera hans besta verk, en þó ekki það versta. Hún á ekki roð í meistarastykkin tvö sem prýða veggina heima hjá mér, né The Royal Tenenbaums eða The Fantastic Mr. Fox. Hún er þó skárri en Darjeeling Limited og Isle Dogs (ég veit, umdeild skoðun, en mér fannst hún bara hundleiðinleg, „no pun intened“). The French Dispatch stendur sennilega jafnfætis The Life Aquatic With Steve Zissou, sem mér þótti skárri í enduráhorfi heldur en í minningunni. Það sem þessi nýjasta mynd hans deilir hins vegar með The Life Aquatic er hálfgert tilgangsleysi, þó það birtist á allt annan máta. Tilgangsleysið sem ég upplifði í The Life Aquatic var það að meginasendiför myndarinnar, það að drepa hákarlinn, virtist í raun ekki skipta aðalpersónuna nægilega miklu máli til að halda upp heilli kvikmynd. Bill Murray lék Steve Zissou og hjálpaði sinnuleysislegur leikstíll hans ekki til. Murray er hinsvegar frábær þegar hann leikur næst stærstu persónuna í myndum Andersons. Það er spurning hvort The Life Aquatic hafi verið einhverskonar samviskubitsverkefni, að Anderson hafi fundist hann þurfa að gefa Murray sviðsljósið. Hann hefur ekki fallið í þann pytt aftur og notar hann í The French Dispatch í „comic relief“-hlutverki, þar sem hann nýtur sín best. Stórskotaliðið mætt Leikaraliðið er einskonar „who´s who“ úr Wes Anderson leikhópnum. Hér erum við með Owen Wilson, Adrien Brody, Edward Norton, Jason Schwartzman, Bob Balaban, Willem Defoe, Frances McDormand og auðvitað Anjelicu Houston sem sögumann. Einnig má hér finna nýliða í Anderson-heimum, á borð við Elisabeth Moss, Christoph Waltz, Jeffrey Wright og skærustu stjörnu myndarinnar, eitt stykki Benicio Del Toro, sem er hreint yndisleg viðbót við Anderson-flóruna. Hann leikur aðalhlutverkið í fyrstu stuttmyndinni og stendur upp úr, líkt og hans er von og vísa. Þar leikur hann listmálara með einstaka snilligáfu. Eina vandamálið er að hann er í fangelsi fyrir morð. Adrien Brody er einnig frábær sem listaverkasalinn sem fær hann til að mála meira. Það er ekkert „geyma-það-besta-þar-til-síðast“ hér á ferð, því fyrsta myndin er sú besta og eftirminnilegasta. Del Toro og Léa Seydoux eru frábær í hlutverkum sínum. Mynd númer tvö fjallar um stúdentauppreisn og stendur þar upp úr samleikur þeirra Frances McDormand og Timothée Chalamet. Þriðja myndin á að fjalla um kokk á lögreglustöð, en endar á því að fjalla meira um rán á syni lögreglustjórans. Báðar eru myndirnar ágætt stundargaman, en þó ekki jafn góðar og sú fyrsta. Miðlungs Anderson Líkt og áður sagði er The French Dispatch heldur sundurlaus sem heild. Ég átta mig ekki alveg á tilgangi þess að slengja saman þessum þremur sögum og þann ramma sem klæðir þær. Það er í raun ekkert að hverjum hluta fyrir sig, en hvers vegna þessar sögur saman? Sjálfur hefði ég viljað sleppa seinni myndunum tveimur, sem og rammanum, og viljað fylgja sögunni af snarbilaða listamanninum. Þegar sú mynd kláraðist varð ég fyrir smá vonbrigðum, því ég vildi meira. Það er í raun þetta sundurleysi sem fellir þessa tíundu mynd Andersons og gerir það að verkum að hún er fullmikið umbúðir fram yfir innihald. Það er nefnilega þannig að bestu myndir Andersons ná að samræma þessa tvo hluti fullkomlega, en það tekst ekki alltaf. Anderson er strax farinn af stað með sína næstu mynd, Astroid City. Sú var tekin upp í Madríd, því heldur Evrópublæti hans áfram. Einnig er áhugavert að sjá nöfn nýrra samstarfsaðila, því Tom Hanks og Margot Robbie fara með aðalhlutverkin, og Scarlett Johansson birtist sjálf í fyrsta sinn hjá Anderson, en hún hefur hingað til aðeins talað inn á eina af myndum hans. Heilt yfir má hafa gaman af The French Dispatch og væri þetta kvikmynd eftir nýjan leikstjóra sem ég hefði aldrei heyrt um áður, myndi ég sjálfsagt ekki halda vatni yfir henni. En þar sem svo er ekki, verður Anderson að sætta sig að vera mældur út frá sínum fyrri verkum. Niðurstaða: The French Dispatch er miðlungs Anderson-ræma, en hinsvegar er slæm Anderson ræma betri en bestu ræmur flestra annarra leikstjóra. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Snæbjörn Brynjarsson um myndina í kvikmyndaþættinum Stjörnubíói. Einnig er hægt að nálgast þáttinn á helstu hlaðvarpsveitum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira