Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ofbeldi í sambandi: „Helvítis fokking svikari og hóra“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 12:05 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Maður var nýlega dæmdur í átta mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir líkamsárás og ofbeldi í nánu sambandi. Refsingin er skilorðsbundin til fimm mánaða, og þarf hann því að sitja inni í þrjá hið mesta. Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira