Segir Staksteinahöfund hafa alist upp við olíulampa og frábiður sér hrútskýringar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2021 09:16 Guðmundur Gunnarsson er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Aðsend „Alþingi mun eiga síðasta orðið og þar við situr. Ef skandallinn fær að standa þá er það endanlegt. Það þarf enginn að hrútskýra það neitt frekar. Það kunna fleiri að lesa sér til gagns en þeir sem ólust upp við olíulampa.“ Þannig kemst Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að orði á Facebook nú fyrir stundu en tilefnið er ritstjórnardálkurinn Staksteinar í Morgunblaðinu, þar sem Guðmundur er yrkisefni dagsins. Í Staksteinum segir að það sé útaf fyrir sig viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar sem ekki náði kjöri til Alþingis skuli ætla að vísa því til erlends dómstóls ef seinni talning í Norðvesturkjördæmi verður látin gilda, þar sem Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að „koma Íslandi undir erlent vald“. „Og Viðreisn getur ekki beðið eftir að þessi áform nái fram að ganga, heldur kýs að taka forskot á sæluna og afsala völdunum fyrirfram út fyrir landsteinana,“ segir ónefndur höfundur Staksteina. Þá segir hann víst að barátta hins fallna frambjóðanda beri öll merki „eiginhagsmunapots“. „Akkúrat vindurinn sem þarf í seglinn“ Guðmundur, sem féll út af þingi eftir vafasama endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, segir hins vegar að málskot til Mannréttindadómstóls Evrópu snúist ekki um að snúa ákvörðun Alþingis, fari svo að það samþykki að láta seinni talninguna gilda. „Það stendur einfaldlega til að kæra svo okkur lánist sem fyrst að lagfæra augljósar misfellur gallaðs kerfis. Til að tryggja að svona eftirmálar sprellikosninga heyri sögunni til. Upp á framhaldið. Til að hjálpa okkur að rétta kúrsinn og stilla kompásinn.“ Og hann vandar Staksteinahöfundi ekki kveðjurnar: „Það er samt mjög hollt að fá innsýnn í hugarheim höfundar. Ákveðin stúdía. Færir okkur endanlega staðfestingu á því að við verðum að ýta þessu fleyi úr vör sem fyrst. Armurinn, sem skík rödd tilheyrir, mun aldrei aðhafast neitt án utanaðkomandi yfirhalningar. Það er ekki einu sinni víst að það dugi til því það er ekki eins og þeir hafi lært eitthvað að fyrri yfirhalningum úr sömu átt,“ segir Guðmundur. „Að því sögðu vona ég að gusturinn haldi áfram úr þessari átt. Þetta er akkúrat vindurnn sem þarf í seglin.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fjölmiðlar Viðreisn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Þannig kemst Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að orði á Facebook nú fyrir stundu en tilefnið er ritstjórnardálkurinn Staksteinar í Morgunblaðinu, þar sem Guðmundur er yrkisefni dagsins. Í Staksteinum segir að það sé útaf fyrir sig viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar sem ekki náði kjöri til Alþingis skuli ætla að vísa því til erlends dómstóls ef seinni talning í Norðvesturkjördæmi verður látin gilda, þar sem Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að „koma Íslandi undir erlent vald“. „Og Viðreisn getur ekki beðið eftir að þessi áform nái fram að ganga, heldur kýs að taka forskot á sæluna og afsala völdunum fyrirfram út fyrir landsteinana,“ segir ónefndur höfundur Staksteina. Þá segir hann víst að barátta hins fallna frambjóðanda beri öll merki „eiginhagsmunapots“. „Akkúrat vindurinn sem þarf í seglinn“ Guðmundur, sem féll út af þingi eftir vafasama endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, segir hins vegar að málskot til Mannréttindadómstóls Evrópu snúist ekki um að snúa ákvörðun Alþingis, fari svo að það samþykki að láta seinni talninguna gilda. „Það stendur einfaldlega til að kæra svo okkur lánist sem fyrst að lagfæra augljósar misfellur gallaðs kerfis. Til að tryggja að svona eftirmálar sprellikosninga heyri sögunni til. Upp á framhaldið. Til að hjálpa okkur að rétta kúrsinn og stilla kompásinn.“ Og hann vandar Staksteinahöfundi ekki kveðjurnar: „Það er samt mjög hollt að fá innsýnn í hugarheim höfundar. Ákveðin stúdía. Færir okkur endanlega staðfestingu á því að við verðum að ýta þessu fleyi úr vör sem fyrst. Armurinn, sem skík rödd tilheyrir, mun aldrei aðhafast neitt án utanaðkomandi yfirhalningar. Það er ekki einu sinni víst að það dugi til því það er ekki eins og þeir hafi lært eitthvað að fyrri yfirhalningum úr sömu átt,“ segir Guðmundur. „Að því sögðu vona ég að gusturinn haldi áfram úr þessari átt. Þetta er akkúrat vindurnn sem þarf í seglin.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fjölmiðlar Viðreisn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira