Afturelding 29 mörk í mínus á móti Val á árinu 2021 en getur lagað það í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 16:30 Valsmenn fagna öruggum sigri á Aftureldingu í undanúrslitaleik bikarsins í haust. Vísir/Daníel Þór Valur tekur á móti Aftureldingu í kvöld í lokaleik níundu umferðar Olís deildar karla í handbolta en þetta ætti að vera öruggur heimasigur ef marka má fyrri viðureignir liðanna á þessu ári. Afturelding hefur því ýmislegt að sanna í kvöld. Gestirnir úr Aftureldingu geta líka náð Val að stigum með sigri í kvöld en Valsliðið hefur gert tvö jafntefli i röð og ekki unnið deildarleik í næstum því heilan mánuð. Síðasti deildarsigur Valsamanna var 24. október síðastliðinn þegar liðið vann 35-26 sigur á KA fyrir norðan. Síðan hefur liðið tapað fyrir Stjörnunni og gert jafntefli við bæði Hauka og FH. Afturelding vann síðasta leik sinn fyrir viku síðan og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í Olís deildinni. Gengi liðanna er því Aftureldingu í hag en þegar kemur að síðustu innbyrðis leikjum liðanna þá er allt aðra sögu að segja. Þrjár viðureignir Vals og Aftureldingar á þessi almanaksári hafa allar farið á sama veg eða með stórsigri Valsliðsins. Valsmenn hafa unnið báða deildarleikina með níu mörkum og unnu síðan bikarleik liðanna í haust með ellefu marka mun. Valsmenn eru því 29 mörk í plús í þremur leikjum sínum á móti Mosfellsliðinu á árinu 2021. Mosfellsliðið getur þó huggað sig við það að markahæstu menn Valsmanna í þessum leikjum, Anton Rúnarsson (13 mörk 22. febrúar), Róbert Aron Hostert (6 mörk 27.maí) og Magnús Óli Magnússon (10 mörk 1. október) verða ekki með. Anton fór út í atvinnumennsku eftir tímabilið en þeir Róbert Aron og Magnús Óli hafa báðir verið að glíma við meiðsli. Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir, um klukkan 20.40, verður síðan Seinni bylgjan þar sem öll níunda umferðin verður gerð upp. Leikir Vals og Aftureldingar árið 2021: Deildarleikur 22. febrúar: Valur vann 9 marka sigur (30-21) Deildarleikur 27. maí: Valur vann 9 marka sigur (34-25) Bikarleikur 1. október: Valur vann 11 marka sigur (32-21) Olís-deild karla Valur Afturelding Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Sjá meira
Gestirnir úr Aftureldingu geta líka náð Val að stigum með sigri í kvöld en Valsliðið hefur gert tvö jafntefli i röð og ekki unnið deildarleik í næstum því heilan mánuð. Síðasti deildarsigur Valsamanna var 24. október síðastliðinn þegar liðið vann 35-26 sigur á KA fyrir norðan. Síðan hefur liðið tapað fyrir Stjörnunni og gert jafntefli við bæði Hauka og FH. Afturelding vann síðasta leik sinn fyrir viku síðan og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í Olís deildinni. Gengi liðanna er því Aftureldingu í hag en þegar kemur að síðustu innbyrðis leikjum liðanna þá er allt aðra sögu að segja. Þrjár viðureignir Vals og Aftureldingar á þessi almanaksári hafa allar farið á sama veg eða með stórsigri Valsliðsins. Valsmenn hafa unnið báða deildarleikina með níu mörkum og unnu síðan bikarleik liðanna í haust með ellefu marka mun. Valsmenn eru því 29 mörk í plús í þremur leikjum sínum á móti Mosfellsliðinu á árinu 2021. Mosfellsliðið getur þó huggað sig við það að markahæstu menn Valsmanna í þessum leikjum, Anton Rúnarsson (13 mörk 22. febrúar), Róbert Aron Hostert (6 mörk 27.maí) og Magnús Óli Magnússon (10 mörk 1. október) verða ekki með. Anton fór út í atvinnumennsku eftir tímabilið en þeir Róbert Aron og Magnús Óli hafa báðir verið að glíma við meiðsli. Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir, um klukkan 20.40, verður síðan Seinni bylgjan þar sem öll níunda umferðin verður gerð upp. Leikir Vals og Aftureldingar árið 2021: Deildarleikur 22. febrúar: Valur vann 9 marka sigur (30-21) Deildarleikur 27. maí: Valur vann 9 marka sigur (34-25) Bikarleikur 1. október: Valur vann 11 marka sigur (32-21)
Leikir Vals og Aftureldingar árið 2021: Deildarleikur 22. febrúar: Valur vann 9 marka sigur (30-21) Deildarleikur 27. maí: Valur vann 9 marka sigur (34-25) Bikarleikur 1. október: Valur vann 11 marka sigur (32-21)
Olís-deild karla Valur Afturelding Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Sjá meira