Myndband: Nýr Polestar 5 væntanlegur árið 2024 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. nóvember 2021 07:01 Polestar 5. Þróun Polestar 5 heldur áfram. Polestar ætlar að halda sig að mestu leyti við hönnunina sem birtist á hugmyndabílnum, the Precept. Myndband af hönnun bílsins má sjá í fréttinni. Bíllinn er væntanlegur á markað árið 2024. Hönnun bílsins er í fullum gangi, það er ljóst að topplína bílsins er brött niður að aftan. Handföng til að opna hurðarnar eru viðstödd og fleira sem er smávægilegt frávik frá Precept bílnum. „Það er hellingur sem á eftir að finna út úr, til að flytja hugmyndina til raunveruleikans. En við erum afar nálægt,“ sagði hönnuður ytra byrðis Polestar 5, Nahum Escobedo. Staðfest var í fyrra að Polestar 5 yrði framleiddur. Precept hugmyndabíllinn var smíðaður í einu eintaki og sýndi metnaðarfulla hönnun. Innra rýmið er að mestu úr endurunnum plastflöskum, netum og endurunnum kork. Polestar teymið í Bretlandi einblínir þessa dagana að því að koma Polestar 5 í framleiðsluhæft form, sem þýðir að hægt er að fjöldaframleiða bílinn. Teymið í Bretlandi mun tvöfaldast upp í um 500 manns á næstunni. Samstarfið mun halda áfram að vera mikið við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð. Polestar Precept, hugmyndabíllinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Polestar setur upp vinnustað utan Svíþjóðar. Ásamt verksmiðjunni í Chengdu í Kína þá mun Polestar 3, jepplingurinn verða smíðaður í Suður Karólínu. Sá er væntanlegur í framleiðslu á næsta ári. „Rafbílavæðingin er vendipunktur í sögu bílsins,“ sagði framkvæmdastjóri Polestar, Thomas Ingenlath. Hann bætti svo við „Samspil breskrar verkfræði og sænskrar sérfræðiþekkingar mun tryggja að bílarnir okkar verða meðal þeirra allra bestu og vistvænustu á götum heimsins.“ Vistvænir bílar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent
Hönnun bílsins er í fullum gangi, það er ljóst að topplína bílsins er brött niður að aftan. Handföng til að opna hurðarnar eru viðstödd og fleira sem er smávægilegt frávik frá Precept bílnum. „Það er hellingur sem á eftir að finna út úr, til að flytja hugmyndina til raunveruleikans. En við erum afar nálægt,“ sagði hönnuður ytra byrðis Polestar 5, Nahum Escobedo. Staðfest var í fyrra að Polestar 5 yrði framleiddur. Precept hugmyndabíllinn var smíðaður í einu eintaki og sýndi metnaðarfulla hönnun. Innra rýmið er að mestu úr endurunnum plastflöskum, netum og endurunnum kork. Polestar teymið í Bretlandi einblínir þessa dagana að því að koma Polestar 5 í framleiðsluhæft form, sem þýðir að hægt er að fjöldaframleiða bílinn. Teymið í Bretlandi mun tvöfaldast upp í um 500 manns á næstunni. Samstarfið mun halda áfram að vera mikið við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð. Polestar Precept, hugmyndabíllinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Polestar setur upp vinnustað utan Svíþjóðar. Ásamt verksmiðjunni í Chengdu í Kína þá mun Polestar 3, jepplingurinn verða smíðaður í Suður Karólínu. Sá er væntanlegur í framleiðslu á næsta ári. „Rafbílavæðingin er vendipunktur í sögu bílsins,“ sagði framkvæmdastjóri Polestar, Thomas Ingenlath. Hann bætti svo við „Samspil breskrar verkfræði og sænskrar sérfræðiþekkingar mun tryggja að bílarnir okkar verða meðal þeirra allra bestu og vistvænustu á götum heimsins.“
Vistvænir bílar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent