Mikið jafnræði var með liðunum í fyrista leikhluta, og raunar í öllum fyrri hálfleiknum. Að fyrsta leikhluta loknum höfðu heimakonur í Fjölni tveggja stiga forskot, 15-13.
Svipaða sögur er að segja af öðrum leikhluta þar sem liðin héldu áfram að skiptast á að skora, en heimakonur náðu að auka forskot sitt lítillega. Þegar gengið var til búningsherbergja var munurinn orðinn fimm stig, 36-31.
Það er erfitt að segja að liðin hafi byrjað seinni hálfleikinn með látum, en fyrstu stig þriðja leikhluta litu ekki dagsins ljós fyrr en eftir rúmar þrjár mínútur. Gestirnir frá Njarðvík voru fyrri til að vakna til lífsins og náðu forystunni. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var staðan 45-49, Njarðvíkingum í vil.
Gestirnir héldu svo Fjölniskonum hæfilega langt frá sér allan fjórða leikhlutan og unnu að lokum virkilega góðan sjö stiga sigur, 64-71.
Njarðvíkingar sitja á toppi deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki, nú fjórum stigum á undan Fjölniskonum sem sitja í þriðja sæti deildarinnar.