Júlían átti ekki sitt besta mót á HM sem fram fór fyrr í þessum mánuði þar sem hann gerði ógilt í hnébeygju og bekkpressu. Heimsmeistarinn vann þó örugglega í réttstöðulyftu.
Það hafa því ábyggilega verið ljúfar fréttir fyrir Júlían þegar hann fékk staðfestingu á því í kvöld frá Alþjóða lyftingasambandinu að hann hafi fengið sæti á Heimsleikunum.
Heimsleikarnir eru stærsta fjölgreinamótið fyrir greinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum með um 3.500 keppendum í 34 greinum. Leikarnir eru haldnir sumarið eftir Ólympíuleikana og verða haldnir í Birmingham í Alabama næsta sumar.
World Games miðinn kominn í hús!
— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) November 24, 2021
Í kvöld barst mér boð á Heimsleikana næsta sumar í Alabama, BNA. Ótrúlegar gleðifréttir og mikill heiður. Nú verður tekið á því. pic.twitter.com/MnSGLfRBo4